Innlent

Einbjörn dró Tvíbjörn og Tvíbjörn dró Þríbjörn og ...

Gissur Sigurðsson skrifar
Bilun í litlum handfærabáti kostaði þvögu báta austur af Breiðdalsvík í gærkvöldi.
Bilun í litlum handfærabáti kostaði þvögu báta austur af Breiðdalsvík í gærkvöldi.
Stýrið bilaði í litlum handfærabáti, þegar hann var að veiðum austur af Breiðdalsvík á Austfjörðum í gærkvöldi.

Nálægur bátur kom honum til aðstoðar og tók hann í tog, en fékk dráttartaugina í skrúfuna og varð því líka hjálparþurfi. Þá kom þriðji báturinn að og tók hina tvo í tog, en þar sem hann var um það bil að fara yfir leyfilegan útiverutíma, tók sá þriðji við, uns hann var líka að falla á tíma, en þá kom björgunarbátur Landsbjargar frá Neskaupsstað á vettvang, leysti hann af hólmi og dró bátana tvo til hafnar.

Gott veður var á þessum slóðum og því var ekki hætta á ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×