Segja innanlandsflug leggjast af eftir þrjú ár Kristján Már Unnarsson skrifar 16. ágúst 2013 12:26 Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri skrifar fyrstur undir. Njáll Trausti Friðbertsson og Friðrik Pálsson, formenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, fylgjast með. Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". Forsvarsmenn hennar segja að stefna núverandi borgarstjórnar Reykjavíkur þýði í raun að innanlandsflug leggist af eftir aðeins þrjú ár og því sé brýnt að þjóðin fái að segja álit sitt. Félagið Hjartað í Vatnsmýri er á bak við söfnun undirskriftanna en stjórn þess skipa fjórtán einstaklingar víða af landinu, þeirra á meðal Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, Leifur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Friðrik Pálsson hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri, en tveir þeir síðastnefndu eru formenn félagsins og kynntu verkefnið á blaðamannafundi í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir hádegi. „Tilgangurinn með söfnuninni er að íslenska þjóðin fái að tjá sig í þessu máli," sagði Njáll Trausti á blaðamannafundinum og bætti við: „Við teljum þetta brýnt málefni, eitt af stærri málefnum líðandi stundar fyrir landið allt." Stefnt er að því að undirskriftirnar verði afhentar borgarstjórn Reykjavíkur fyrir 20. september þegar frestur rennur út til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir brotthvarfi flugvallarins. Friðrik Pálsson hótelhaldari segir aðalskipulagsdrögin gera ráð fyrir aðeins einni flugbraut eftir árið 2016: „Það sem er alvarlegt í þessu máli er að, eins og hefur komið fram hjá flugrekendum, að í rauninni eru bara þrjú ár til stefnu því að árið 2016, gangi þetta eftir sem áætlanir standa til um, þá er í raun innanlandsfluginu lokið hér," sagði Friðrik Pálsson. Fyrstur til að rita nafn sitt undir áskorunina var Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri, sem lenti í alvarlegu slysi á Vaðlaheiði í marsmánuði og skaddaðist ósæð við hjarta. Á blaðamannafundinum lýsti hann því hvernig það hefði orðið sér til lífs að sjúkraflugvél var til taks á Akureyrarflugvelli og að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið á sínum stað í Vatnsmýri. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri er hafin á vefnum "lending.is". Forsvarsmenn hennar segja að stefna núverandi borgarstjórnar Reykjavíkur þýði í raun að innanlandsflug leggist af eftir aðeins þrjú ár og því sé brýnt að þjóðin fái að segja álit sitt. Félagið Hjartað í Vatnsmýri er á bak við söfnun undirskriftanna en stjórn þess skipa fjórtán einstaklingar víða af landinu, þeirra á meðal Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, Leifur Magnússon, fyrrum framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Friðrik Pálsson hótelhaldari og Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri, en tveir þeir síðastnefndu eru formenn félagsins og kynntu verkefnið á blaðamannafundi í afgreiðslu Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir hádegi. „Tilgangurinn með söfnuninni er að íslenska þjóðin fái að tjá sig í þessu máli," sagði Njáll Trausti á blaðamannafundinum og bætti við: „Við teljum þetta brýnt málefni, eitt af stærri málefnum líðandi stundar fyrir landið allt." Stefnt er að því að undirskriftirnar verði afhentar borgarstjórn Reykjavíkur fyrir 20. september þegar frestur rennur út til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir brotthvarfi flugvallarins. Friðrik Pálsson hótelhaldari segir aðalskipulagsdrögin gera ráð fyrir aðeins einni flugbraut eftir árið 2016: „Það sem er alvarlegt í þessu máli er að, eins og hefur komið fram hjá flugrekendum, að í rauninni eru bara þrjú ár til stefnu því að árið 2016, gangi þetta eftir sem áætlanir standa til um, þá er í raun innanlandsfluginu lokið hér," sagði Friðrik Pálsson. Fyrstur til að rita nafn sitt undir áskorunina var Hallgrímur F. Sigurðarson frá Akureyri, sem lenti í alvarlegu slysi á Vaðlaheiði í marsmánuði og skaddaðist ósæð við hjarta. Á blaðamannafundinum lýsti hann því hvernig það hefði orðið sér til lífs að sjúkraflugvél var til taks á Akureyrarflugvelli og að Reykjavíkurflugvöllur hefði verið á sínum stað í Vatnsmýri.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira