Innlent

Handtekinn eftir að hafa verið meinað aðgangi að skemmtistað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af karlmanni á þriðja tímanum í nótt en hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Maðurinn var handtekinn eftir viðskipti sín við lögreglumenn. Hann var færður í fangaklefa og gekk það nokkuð brösulega.

Kona á sjötugs aldri var í nótt handtekinn vegna ölvunaraksturs í Vesturbæ Reykjavíkur en hún hafði stuttu áður lent í umferðaóhappi og flúði vettfang.

Erlendur ferðamaður var í nótt handtekinn vegna ölvunar en aðilanum var meinaður aðgangur inn á veitingahús. Ferðamaðurinn brást hinn versti við og var að lokum handtekinn, en hann gisti í fangageymslu í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×