Innlent

Biðröð í Kömbunum eftir ís

Eins og sést hefur myndast bílaröð í Kömbunum af æstum ísaðdáendum.
Eins og sést hefur myndast bílaröð í Kömbunum af æstum ísaðdáendum. Mynd/Jón Hákon
Löng bílaröð hefur myndast neðarlega í Kömbunum en fjöldi fólks leggur nú leið sína í ísgerðina Kjörís sem býður til veislu í höfuðstöðvum sínum í Hveragerði í dag.

Kjörís býður gestum og gangandi upp á eins mikinn ís og hver getur í sig látið á ísdeginum en hann hefur verið haldin hátíðlegur í Hveragerði síðustu ár.

Að venju er boðið upp á ís með óvenjulegu bragði, má þar meðal annars nefna Hákarlaís, Hundasúruís, Doritosís, Ís grasalæknisins, Áfa-ís, Turkish-pepperís og fleiri og fleiri tegundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×