Innlent

Árásir og ölvunarakstur í höfuðborginni

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Mikið að gera hjá lögreglu í nótt.
Mikið að gera hjá lögreglu í nótt. Mynd úr safni
Tveir menn voru slegnir í rot í miðborg Reykjavíkur í nótt og var annar þeirra fluttur á slysadeild, en hinn náði að jafna sig á vettvangi og þurfti ekki aðhlynningu. Árásamaður þess sem var fluttur á slysadeild var handtekinn og fluttur á lögreglustöð, en þeir sem réðust á þann sem fór ekki á slysadeild hafa enn ekki fundist.

Þetta voru ekki einu árásirnar í höfuðborginni þar sem að ráðist var á dyravörð í veitingahúsi og hann sleginn. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ölvuðum ökumönnum í nótt og var meðal annars ekið á umferðarskilti og strætóskýli. Í báðum tilfellum var grunur um ölvun við akstur.

Þrír aðrir voru handteknir, tveir grunaðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Nóttin var róleg í öðrum lögregluumdæmum á landinu og svo að segja tíðindalaus fyrir utan ölvun og eril á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×