Telur Sjálfstæðismenn vilja spyrja þjóðina 19. ágúst 2013 00:01 „Ég er algjörlega ósammála orðum utanríkisráðherra. Það er alveg ljóst af hálfu forystu Sjálfstæðisflokksins að það eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. Það er minn skilningur,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurð um þá skoðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að ekkert sé í hendi um það hvort málið verði lagt í dóm þjóðarinnar að undangenginni úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins. Á föstudag sagði Gunnar Bragi í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að ekkert stæði um það í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að það ætti að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær sagði hann jafnframt að hann sæi það ekki fyrir sér að kosið yrði um málið samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Þar ítrekaði hann umbúðalaust þá skoðun sína að ekki eigi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.Ragnheiður telur ofsagt að risið sé erfitt deilumál innan stjórnarinnar. Spurð um texta stjórnarsáttmálans þar sem vikið er að framhaldinu í Evrópumálum, og hvort hann sé óskýr, segir Ragnheiður ekki svo vera í sínum huga og bætir við að í aðdraganda kosninga hafi verið talað um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á fyrri hluta kjörtímabilsins. Í viðtölum við Fréttablaðið 24. apríl lýstu oddvitar ríkisstjórnarinnar, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, yfir þessari skoðun. Þá sagði Bjarni að hluti af stefnu Sjálfstæðisflokksins væri „að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það“. Á þeim tíma játuðu Bjarni og Sigmundur því báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn, ef það væri skoðun flokkanna beggja að Íslandi væri betur borgið utan sambandsins. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Ég er algjörlega ósammála orðum utanríkisráðherra. Það er alveg ljóst af hálfu forystu Sjálfstæðisflokksins að það eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið. Það er minn skilningur,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, spurð um þá skoðun Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra að ekkert sé í hendi um það hvort málið verði lagt í dóm þjóðarinnar að undangenginni úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun sambandsins. Á föstudag sagði Gunnar Bragi í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að ekkert stæði um það í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að það ætti að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í gær sagði hann jafnframt að hann sæi það ekki fyrir sér að kosið yrði um málið samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Þar ítrekaði hann umbúðalaust þá skoðun sína að ekki eigi að kjósa um áframhald aðildarviðræðna.Ragnheiður telur ofsagt að risið sé erfitt deilumál innan stjórnarinnar. Spurð um texta stjórnarsáttmálans þar sem vikið er að framhaldinu í Evrópumálum, og hvort hann sé óskýr, segir Ragnheiður ekki svo vera í sínum huga og bætir við að í aðdraganda kosninga hafi verið talað um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á fyrri hluta kjörtímabilsins. Í viðtölum við Fréttablaðið 24. apríl lýstu oddvitar ríkisstjórnarinnar, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, yfir þessari skoðun. Þá sagði Bjarni að hluti af stefnu Sjálfstæðisflokksins væri „að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það“. Á þeim tíma játuðu Bjarni og Sigmundur því báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald ef Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu stjórn, ef það væri skoðun flokkanna beggja að Íslandi væri betur borgið utan sambandsins.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira