Lífið

Fæðingin var martröð

Glamúrfyrirsætan Katie Price eignaðist soninn Jett Riviera í síðustu viku. Jett kom í heiminn átta vikum fyrir tímann og þurfti Katie að fara í bráðakeisaraskurð.

Katie fékk sýkingu sem hefði getað dregið hana til dauða og jafnvel ófætt barn hennar og því var eina lausnin að taka barnið með keisaraskurði. Katie segir í samtali við Mirror að þessi lífsreynsla hafi verið mjög ógnvekjandi.

Katie og Kieran á brúðkaupsdaginn.
“Þetta var martröð. Hjartsláttur barnsins var mjög veikur,” segir Katie en eiginmaður hennar, Kieran Hayler, var að versla þegar Katie var drifin inn á skurðstofuna. Hann var ekki lengi að komast á sjúkrahúsið en mátti ekki fylgjast með keisaraskurðinum.

Katie og Peter Andre á meðan allt lék í lyndi.
Katie hefur átt tvö önnur börn sín með keisaraskurði en Jett er hennar fjórða barn. Hún á soninn Harvey, ellefu ára, með knattspyrnumanninum Dwight Yorke og soninn Junior, átta ára, og dótturina Princess, sex ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Peter Andre. Katie var útskrifuð af sjúkrahúsi á föstudag en Jett litli gæti þurft að verja allt að þremur vikum þar til viðbótar.

Katie er umdeild og skrautleg persóna.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.