Innlent

iPhone sími í gulllit hugsanlegur á markað

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Hugsanlega verður hægt að kaupa sér iPhone í gulllituðu innan skamms. Á myndinni má sjá hvernig hann gæti litið út.
Hugsanlega verður hægt að kaupa sér iPhone í gulllituðu innan skamms. Á myndinni má sjá hvernig hann gæti litið út.
Blikur eru á lofti í útgáfu á nýja iPhone 5S símanum ef marka má heimildir breska blaðsins The Telegraph.

Orðrómur er um að iPhone 5S síminn muni vera fáanlegur í gulllituðu innan skamms, en hingað til hafa símarnir einungis verið til í svörtu og hvítu.

Ef rétt reynist mun liturinn líklega svipa til litarháttar iPod mini, sem er fáanlegur í gulllituðu, en liturinn er mattur og heldur daufur.

Talið er að Apple sé með þessu að reyna að höfða betur  til markaða í Kína og á Indlandi en þar er litaval á símum einstaklega vinsælt meðal neytenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×