"Það bjargaði lífi sonar míns hvað flugvöllurinn var nálægt" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 18:42 Hátt í 22 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri en söfnun undirskrifta hófst á föstudaginn á lending.is. Tillaga að nýju aðalskipulagi gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki innan skamms. Margir eru andvígir flutningi flugvallarins vegna öryggissjónarmiða. Vegalengdin frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann er stutt og í sumum tilfellum getur slíkt bjargað mannslífum. Sonur Jóns Óðins Waage er dæmi um það. Hann fæddist árið 1997 með alvarlegan hjartagalla og var fluttur suður með sjúkraflugi. „Það lá svo mikið á að það þurfti að gera á honum bráðaaðgerð í andyri sjúkrahússins. Þetta var sem sagt orðið sekúnduspursmál. Hann var að deyja í andyrinu og það var ekki hægt að koma honum upp á efri hæðirnar,“ segir Jón. Hann hefur fengið gríðarleg viðbrögð við færslu á Facebook þar sem hann sagði sögu sonar síns. Sumir saka hann um tilfinningaklám en aðrir eru á sömu skoðun og hann. „Ég hef fengið marga pósta frá fólki sem hefur sömu sögu að segja og ég.“ Jón segir aðeins mögulegt að byggja upp fyrsta flokks læknaþjónustu á einum stað á landinu. Hún eigi að vera í Reykjavík en tryggja þurfi aðgengi allra að henni. Hann segir rök þeirra sem vilji færa flugvöllinn alltaf þau sömu, að þyrlur muni sjá um sjúkraflugið. „Ef þær gera það er það fínt, ég hef ekki þekkingu á því. Ég hef hins vegar heyrt þyrluflugmenn segja að þetta gangi ekki upp og ég trúi þeim bara. Mér er alveg sama hvernig þetta verður gert en aðgengi að bestu læknisþjónustu landsins verður að vera til staðar fyrir alla landsmenn,“ segir Jón að lokum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Hátt í 22 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri en söfnun undirskrifta hófst á föstudaginn á lending.is. Tillaga að nýju aðalskipulagi gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki innan skamms. Margir eru andvígir flutningi flugvallarins vegna öryggissjónarmiða. Vegalengdin frá Reykjavíkurflugvelli á Landspítalann er stutt og í sumum tilfellum getur slíkt bjargað mannslífum. Sonur Jóns Óðins Waage er dæmi um það. Hann fæddist árið 1997 með alvarlegan hjartagalla og var fluttur suður með sjúkraflugi. „Það lá svo mikið á að það þurfti að gera á honum bráðaaðgerð í andyri sjúkrahússins. Þetta var sem sagt orðið sekúnduspursmál. Hann var að deyja í andyrinu og það var ekki hægt að koma honum upp á efri hæðirnar,“ segir Jón. Hann hefur fengið gríðarleg viðbrögð við færslu á Facebook þar sem hann sagði sögu sonar síns. Sumir saka hann um tilfinningaklám en aðrir eru á sömu skoðun og hann. „Ég hef fengið marga pósta frá fólki sem hefur sömu sögu að segja og ég.“ Jón segir aðeins mögulegt að byggja upp fyrsta flokks læknaþjónustu á einum stað á landinu. Hún eigi að vera í Reykjavík en tryggja þurfi aðgengi allra að henni. Hann segir rök þeirra sem vilji færa flugvöllinn alltaf þau sömu, að þyrlur muni sjá um sjúkraflugið. „Ef þær gera það er það fínt, ég hef ekki þekkingu á því. Ég hef hins vegar heyrt þyrluflugmenn segja að þetta gangi ekki upp og ég trúi þeim bara. Mér er alveg sama hvernig þetta verður gert en aðgengi að bestu læknisþjónustu landsins verður að vera til staðar fyrir alla landsmenn,“ segir Jón að lokum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira