Íslenski boltinn

Enn meiri spenna í 1. deildina | Djúpmenn unnu Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
BÍ/Bolungarvík setti enn meiri spennu í toppbaráttu 1. deildar karla eftir 3-1 sigur á Grindavík í kvöld. BÍ/Bolungarvík komst fyrir vikið í hóp fimm liða sem eru með 25 eða 24 stig í efstu sætum deildarinnar.

BÍ/Bolungarvík er í 4. sætinu en liðið er með 24 stig eins og Grindavík (3. sæti) og Fjölnir (5. sæti). Haukar og Víkingur eru í efstu tveimur sætunum með 25 stig.

Tindastóll vann Þrótt á sama tíma og eru Stólarnir því komnir með 20 stig. Það munar því aðeins fimm stigum á liðinu í 1. sæti og liðinu í 7. sæti. Baráttan um tvö laus sæti í Pepsi-deildinni verður því afar hörð síðustu tvo mánuði tímabilsins.

Dennis Rasmussen Nielsen, Loic Cédric Mbang Ondo og Ben J. Everson skoruðu mörk Djúpmanna í kvöld.

Rodrigo Morin, Jordan A Branco og Christopher P Tsonis skoruðu fyrir Tindastól í 3-0 sigri á Þrótti en Þróttarar sitja áfram í fallsæti eftir þetta tap.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×