Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, hafnaði í 17. sæti í undankeppninni í 200 metra baksundi á HM í 50 metra laug í Barcelona í morgun.
Eygló Ósk kom í mark á tímanum 2:12,32 mínútur og var 18/100 úr sekúndu frá kínverskum keppanda sem hafnaði í sextánda sætinu. Eygló fær þó sæti í úrslitum fari svo að einhver keppendanna sextán eigi ekki heimangengt í úrslitin.
Eygló var nokkuð frá sínu besta því Íslandsmet hennar í greininni er 2:10,38 mínútur. Hún átti sextánda besta tíma keppendanna 37 fyrir sundið í dag. Íslandsmetstíminn hefið skilað henni í níunda sæti í undankeppninni.
Hársbreidd frá undanúrslitasæti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
