Íslenski boltinn

Tryggvi Guðmundsson mun lýsa leik ÍBV og FH

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson
Tryggvi Guðmundsson Mynd / Stefán
Stórleikur ÍBV og FH í Pepsi-deild karla fer fram á Hásteinsvelli klukkan tvö á morgun en hin árlega Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram um helgina.

Búist er við að um 13000 manns verði í Eyjunni á morgun og því gæti áhorfendafjöldin á leiknum verið gríðarlegur.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og munu þeir Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, og Tryggvi Guðmundsson lýsa leiknum.

Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson hóf feril sinn hjá ÍBV og lék einnig með liðinu frá árinu 2010 – 2012. Tryggvi lék með FH á árunum 2005-2009 þegar hann kom heim úr atvinnumennsku.

Leikmaðurinn er í dag spilandi aðstoðarþjálfari HK eftir að hann hætti að leika með Pepsi-deildar félaginu Fylki um mitt mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×