Innlent

Örfá barnaverndarmál á Þjóðhátíð

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Í heildina séð var þetta mjög róleg hátíð og mjög lítið um mál sem komu upp hjá okkur og minna en til dæmis í fyrra,“ segir Hjalti Jónsson, yfirmaður áfallateymis gæslunnar á Þjóðhátíð. „Það voru örfá mál þar sem að börn undir aldri komu og leituðu í sjúkraskýli, vegna ölvunar eða meiðsla.  Í öllum tilvikum voru foreldrar eða forráðamenn staddir í Vestmannaeyjum og komu og sóttu börnin.“

Hlutverk áfallateymisins er að koma fólki í réttar hendur og tryggja að þau fá aðstoð og áfallahjálp í heimabæ sínum.  „Öll mál þar sem fólk varð fyrir ofbeldi eða slysum eru komin í ferli hjá lögreglu og neyðarmóttöku kynferðisbrotadeildar í Reykjavík í þeim tilvikum sem þess var þörf.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×