Innlent

Kaupmenn minnast Jóhannesar

Kaupmenn hafa minnst Jóhannesar í dag með því að flagga í hálfa stöng.
Kaupmenn hafa minnst Jóhannesar í dag með því að flagga í hálfa stöng. samsett mynd
Jóhannes Jónsson braut blað í verslunarsögu Íslendinga þegar hann opnaði lágvöruverðsverslunina Bónus. Hann var ötull baráttumaður verslunarfrelsis og bættra kjara heimilanna.

Jóhannes lést 27. júlí síðastliðinn og útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju í dag klukkan 15. Hafa kaupmenn minnst hans í dag með því að flagga í hálfa stöng fyrir framan verslanir.

Sérstakt minningarblað um Jóhannes fylgdi Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×