Íslenski boltinn

Fram hafnaði tveimur tilboðum í Almarr

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Almarr í leik með Fram gegn Val.
Almarr í leik með Fram gegn Val. Mynd/Valli
Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanninn Almarr Ormarsson hjá Fram í félagaskiptaglugganum.

Samkvæmt heimildum Vísis hafði Almarr sjálfur hug á því að yfirgefa Safamýrarliðið. Breiðablik gerði tvö tilboð í leikmann Framara en þeim báðum var hafnað.

Almarr er samningsbundinn Fram til loka keppnistímabilsins 2014. Hann hefur komið við sögu í öllum átján leikjum Fram í sumar. Í þeim hefur hann skorað fimm mörk.

Framarar hafa tapað þremur síðustu leikjum sínum í deildinni. Þeir unnu sér hins vegar sæti í úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn þar sem andstæðingurinn var einmitt Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×