Íslenski boltinn

Reyndi Halsman að fá gula spjaldið? | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jordan Halsman, vinstri bakvörður Fram, verður í leikbanni gegn ÍA í Pepsi-deildinni á sunnudaginn.

Halsman var vikið af velli með sitt annað gula spjald undir lok leiksins gegn Val á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefði eitt gult spjald orðið þess valdandi að Skotinn hefði misst af bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni annan laugardag.

Síðara gula spjaldið gerir það hins vegar að verkum að leikbannið tekur strax gildi. Situr Halsman því af sér refsingu sína í leiknum gegn ÍA á sunnudag.

Halsman neitaði í samtali við Vísi í gær að hafa reynt viljandi að fá aðra áminningu til þess að hafa áhrif á í hvorum leiknum hann sæti af sér leikbann. Bar Skotinn fyrir sig að hann hefði einfaldlega verið pirraður.

Í myndbandinu að ofan má sjá nokkrar skrautlegar tæklingar hjá Halsman undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×