Innlent

Flugvél brotlenti í íbúðahverfi í Connecticut

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Aðkoman var skelfileg í New Haven í kvöld.
Aðkoman var skelfileg í New Haven í kvöld. AP
Lítil flugvél brotlenti á tveimur húsum nærri flugvelli í New Haven í Connecticut fyrr í kvöld eða kl. 11.25 að staðartíma. Tveir eru þegar látnir en lögreglan óttast að tala látinna muni hækka.

Mikil rigning var á svæðinu en talið er að flugmaður vélarinnar hafi reynt að koma inn til lendingar á Tweed New Haven-flugvellinum. Þegar lögreglan kom á vettvang voru bæði heimilin alelda en yfirvöld telja að tvö börn, 1 árs og 13 ára, séu á meðal þeirra sem saknað er.

"Við teljum að útkoman verði mjög slæm," sagði slökkviliðsmaðurinn Douglas Jackson, en ekki er enn vitað hvort fleiri hafi verið um borð flugvélarinnar er flugmaðurinn sjálfur.

David Esposito, sem býr í námunda við húsin tvö, sagði í samtali við fréttamenn að hann hefði heyrt mikinn hvell þegar vélin brotlenti en ekkert vélarhljóð. Stuttu síðar heyrði hann konu öskra í örvæntingu að börnin hennar væru inn í brennandi húsinu. David hljóp inn í húsið í leit að börnunum en án árangurs.

Það er Fox News sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×