„Við Halldór höfum ekki átt í neinum persónulegum samskiptum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2013 12:13 Mynd/Samsett „Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir og kemur þeim á framfæri með þeirri smekkvísi sem hann er alinn upp við og vanur," segir Jón Kaldal, formaður knattspyrnudeildar Þróttar. Halldór Hilmisson, fyrrum leikmaður Þróttar, skrifaði harðort bréf til stuðningsmanna félagsins í gærkvöldi. Þar gagnrýnir hann Jón fyrir starf hans sem formaður knattspyrnudeildar Þróttar og sparar ekki stóru orðin. Halldór er einn leikmanna Þróttara sem yfirgaf félagið fyrr í mánuðinum í kjölfar þess að Páll Einarsson, þjálfari liðsins, var rekinn. Zoran Miljkovic var ráðinn í stað Páls. Fleiri leikmenn yfirgáfu Þrótt í kjölfar breytinganna. „Ég held að ég geti fullyrt að það var ekki af einskærri tilfinningasemi við fyrrverandi þjálfara Þróttar sem einhverjir gengu frá borði í byrjun júlí þegar sá þjálfari var rekinn. Þó vissulega væri hægt að halda því fram að sá aðili sé einstaklingur sem eigi það virkilega skilið og meira en margir aðrir að honum sé sýndur stuðningur og virðing," skrifaði Halldór og segir hegðun Jóns Kaldals ástæðu brotthvarfs leikmanna. „Ég held að ég geti fullyrt að það hafi komið til þessa fyrst og fremst vegna þess að mönnum hafi blöskrað framkoma og vinnubrögð til langs tíma, þessa eins manns egó-flipps betur þekktur sem stjórn knattspyrnudeildar." Jón Kaldal segir í samtali við Vísi að óhjákvæmilega fylgi því eitthvert umrót þegar gerðar eru breytingar á kúltúr innan félagsins. „Líta má á tilkomu Zorans Miljkovic og hans aðferðarfræði sem ákveðna menningarbyltingu innan Þróttar. Zoran er alveg á hinum endanum í starfsaðferðum við þann þjálfara sem var á undan (innsk: Páll Einarsson). Það veldur alltaf óróleika. Menn vilja alltaf gagnrýna breytingar og hafa rétt til þess." Jón segir sig og stjórnarmenn horfa til árangurs sem næst á vellinum. Hann bendir á að liðið hafi fengið 9 stig af 15 möguleikum í fimm síðustu leikjum. Þar á undan hafi uppskeran verið 5 stig af 24 mögulegum. „Maður hefði haldið að það myndi gleðja stuðningsmenn Þróttar að vinna tvo leiki í röð. En það virðist skipta suma, veit ekki hversu marga, meiru hvað gerist utan vallar." Jón segir þá Halldór hafa átt í litlum persónulegum samskiptum. Þeir þekkist ekki persónulega. „Við höfum ekki átt í neinum samskiptum utan þess að kasta kveðju hvor á annan á vallarsvæðum Þróttar," segir Jón. Mat Halldórs á sér byggi því ekki á eigin reynslu. Hann bendir á að Halldór hafi ekki haft samskipti við sig þegar hann ákvað að yfirgefa félagið. Þau samskipti hafi farið í gegnum aðra. „Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir og kemur þeim á framfæri með þeirri smekkvísi sem hann er alinn upp við og vanur." Þórður Snær Júlíusson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar, svarar einnig bréfi Halldórs í dag. Fréttina má sjá hér. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Menn eiga ekki að gala úr rassgatinu á sér” "Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati." 31. júlí 2013 11:47 "Hraunar yfir mig með bjór, burger og flotta húfu uppi í stúku” Knattspyrnumaðurinn Halldór Hilmisson vandar Jóni Kaldal, formanni knattspyrnudeildar Þróttar, ekki kveðjurnar í bréfi sem hann ritar til stuðningsmanna Þróttar. 31. júlí 2013 11:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
„Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir og kemur þeim á framfæri með þeirri smekkvísi sem hann er alinn upp við og vanur," segir Jón Kaldal, formaður knattspyrnudeildar Þróttar. Halldór Hilmisson, fyrrum leikmaður Þróttar, skrifaði harðort bréf til stuðningsmanna félagsins í gærkvöldi. Þar gagnrýnir hann Jón fyrir starf hans sem formaður knattspyrnudeildar Þróttar og sparar ekki stóru orðin. Halldór er einn leikmanna Þróttara sem yfirgaf félagið fyrr í mánuðinum í kjölfar þess að Páll Einarsson, þjálfari liðsins, var rekinn. Zoran Miljkovic var ráðinn í stað Páls. Fleiri leikmenn yfirgáfu Þrótt í kjölfar breytinganna. „Ég held að ég geti fullyrt að það var ekki af einskærri tilfinningasemi við fyrrverandi þjálfara Þróttar sem einhverjir gengu frá borði í byrjun júlí þegar sá þjálfari var rekinn. Þó vissulega væri hægt að halda því fram að sá aðili sé einstaklingur sem eigi það virkilega skilið og meira en margir aðrir að honum sé sýndur stuðningur og virðing," skrifaði Halldór og segir hegðun Jóns Kaldals ástæðu brotthvarfs leikmanna. „Ég held að ég geti fullyrt að það hafi komið til þessa fyrst og fremst vegna þess að mönnum hafi blöskrað framkoma og vinnubrögð til langs tíma, þessa eins manns egó-flipps betur þekktur sem stjórn knattspyrnudeildar." Jón Kaldal segir í samtali við Vísi að óhjákvæmilega fylgi því eitthvert umrót þegar gerðar eru breytingar á kúltúr innan félagsins. „Líta má á tilkomu Zorans Miljkovic og hans aðferðarfræði sem ákveðna menningarbyltingu innan Þróttar. Zoran er alveg á hinum endanum í starfsaðferðum við þann þjálfara sem var á undan (innsk: Páll Einarsson). Það veldur alltaf óróleika. Menn vilja alltaf gagnrýna breytingar og hafa rétt til þess." Jón segir sig og stjórnarmenn horfa til árangurs sem næst á vellinum. Hann bendir á að liðið hafi fengið 9 stig af 15 möguleikum í fimm síðustu leikjum. Þar á undan hafi uppskeran verið 5 stig af 24 mögulegum. „Maður hefði haldið að það myndi gleðja stuðningsmenn Þróttar að vinna tvo leiki í röð. En það virðist skipta suma, veit ekki hversu marga, meiru hvað gerist utan vallar." Jón segir þá Halldór hafa átt í litlum persónulegum samskiptum. Þeir þekkist ekki persónulega. „Við höfum ekki átt í neinum samskiptum utan þess að kasta kveðju hvor á annan á vallarsvæðum Þróttar," segir Jón. Mat Halldórs á sér byggi því ekki á eigin reynslu. Hann bendir á að Halldór hafi ekki haft samskipti við sig þegar hann ákvað að yfirgefa félagið. Þau samskipti hafi farið í gegnum aðra. „Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir og kemur þeim á framfæri með þeirri smekkvísi sem hann er alinn upp við og vanur." Þórður Snær Júlíusson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Þróttar, svarar einnig bréfi Halldórs í dag. Fréttina má sjá hér.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Menn eiga ekki að gala úr rassgatinu á sér” "Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati." 31. júlí 2013 11:47 "Hraunar yfir mig með bjór, burger og flotta húfu uppi í stúku” Knattspyrnumaðurinn Halldór Hilmisson vandar Jóni Kaldal, formanni knattspyrnudeildar Þróttar, ekki kveðjurnar í bréfi sem hann ritar til stuðningsmanna Þróttar. 31. júlí 2013 11:01 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
„Menn eiga ekki að gala úr rassgatinu á sér” "Menn mega, og eiga, að gagnrýna störf stjórnar knattspyrnudeildar. En það verður að vera á málefnalegum nótum og af einhverri þekkingu. Ekki bara gal út úr rassgati." 31. júlí 2013 11:47
"Hraunar yfir mig með bjór, burger og flotta húfu uppi í stúku” Knattspyrnumaðurinn Halldór Hilmisson vandar Jóni Kaldal, formanni knattspyrnudeildar Þróttar, ekki kveðjurnar í bréfi sem hann ritar til stuðningsmanna Þróttar. 31. júlí 2013 11:01
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn