Fjögur íhuga að bjóða sig fram í oddvitasætið Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júlí 2013 21:00 Það stefnir í harðan slag um oddvitasætið hjá sjálfstæðismönnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fjórir borgarfulltrúar flokksins eru að íhuga að bjóða sig fram í fyrsta sæti ef prófkjörsleiðin verður ofan á. Opinskátt viðtal Nýs Lífs við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa í síðustu viku ollu talsverðu uppnámi meðal félaga hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Í viðtalinu lýsti hún því yfir að hún væri enn miður sín og að hún skammaðist sín fyrir að tekið þátt í að gera Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra í Reykjavík. Þorbjörg Helga sagði jafnframt að það hefði verið misnotkun á valdi af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að gera Ólaf að borgarstjóra. Þá tjáði hún sig um samskipti sín við Gísla Martein Baldursson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra, en hún lét m.a hafa eftir sér að hún hafi ekki notið stuðnings Vilhjálms og að honum hafi aðallega verið umhugað um eigin vinsældir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendi frá sér harðorða yfirlýsingu á fimmtudag þar sem hann furðar sig á ummælum Þorbjargar og talar um aðför hennar að Ólafi F. Magnússyni. Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði eftir fundi með borgarafulltrúum flokksins vegna viðtalsins en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þessi formlegi fundur ekki verið haldinn. Þorbjörg Helga baðst undan viðtali í samtali við fréttastofu, en hún sagðist hins vegar fyllilega standa við það sem fram kæmi í viðtalinu í Nýju Lífi. Mikil spenna er í loftinu nú þegar fjórir borgarfulltrúar eru að íhuga að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor ef prófkjörsleiðin verður ofan á. Þetta eru auk Þorbjargar Helgu þeir Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon. Haldið hefur verið prófkjör hjá sjálfstæðismönnum fyrir síðustu tvær borgarstjórnarkosningar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um fyrirkomulag við röðun á lista fyrir kosningarnar næsta vor. Ákvörðun er í höndum Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að umræða um fyrirkomulag við röðun á lista færi fram á vettvangi stjórnar Varðar í ágúst næstkomandi og í kjölfarið myndi fulltrúaráðið koma saman til að taka ákvörðun. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Það stefnir í harðan slag um oddvitasætið hjá sjálfstæðismönnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Fjórir borgarfulltrúar flokksins eru að íhuga að bjóða sig fram í fyrsta sæti ef prófkjörsleiðin verður ofan á. Opinskátt viðtal Nýs Lífs við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa í síðustu viku ollu talsverðu uppnámi meðal félaga hennar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Í viðtalinu lýsti hún því yfir að hún væri enn miður sín og að hún skammaðist sín fyrir að tekið þátt í að gera Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra í Reykjavík. Þorbjörg Helga sagði jafnframt að það hefði verið misnotkun á valdi af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að gera Ólaf að borgarstjóra. Þá tjáði hún sig um samskipti sín við Gísla Martein Baldursson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra, en hún lét m.a hafa eftir sér að hún hafi ekki notið stuðnings Vilhjálms og að honum hafi aðallega verið umhugað um eigin vinsældir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sendi frá sér harðorða yfirlýsingu á fimmtudag þar sem hann furðar sig á ummælum Þorbjargar og talar um aðför hennar að Ólafi F. Magnússyni. Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði eftir fundi með borgarafulltrúum flokksins vegna viðtalsins en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þessi formlegi fundur ekki verið haldinn. Þorbjörg Helga baðst undan viðtali í samtali við fréttastofu, en hún sagðist hins vegar fyllilega standa við það sem fram kæmi í viðtalinu í Nýju Lífi. Mikil spenna er í loftinu nú þegar fjórir borgarfulltrúar eru að íhuga að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor ef prófkjörsleiðin verður ofan á. Þetta eru auk Þorbjargar Helgu þeir Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon. Haldið hefur verið prófkjör hjá sjálfstæðismönnum fyrir síðustu tvær borgarstjórnarkosningar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um fyrirkomulag við röðun á lista fyrir kosningarnar næsta vor. Ákvörðun er í höndum Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að umræða um fyrirkomulag við röðun á lista færi fram á vettvangi stjórnar Varðar í ágúst næstkomandi og í kjölfarið myndi fulltrúaráðið koma saman til að taka ákvörðun.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira