Umfjöllun um Ólaf fyrir neðan allar hellur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 15:54 Viðtalið við Þorbjörgu birtist í nýjasta hefti Nýs lífs. samsett mynd „Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
„Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvaða hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu og segir viðtalið persónulega aðför Þorbjargar gegn Ólafi. Umrætt viðtal er við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa og er í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kemur út í dag. Í viðtalinu segist Þorbjörg skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því að gera Ólaf að borgarstjóra á sínum tíma, og fullyrðir hún að borgarfulltrúar hafi misnotað aðstæður hans. „Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs,“ segir Vilhjálmur í yfirlýsingunni og segir það rangt. „Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.“ Í viðtalinu víkur Þorbjörg að samstarfi sínu við Vilhjálm og sakar hann um að hafa fyrst og fremst reynt að tryggja vinsældir sínar í skoðanakönnunum frekar en að hugsa um hópinn sinn. Jafnframt segist hún hafa fundið fyrir því að Vilhjálmur styddi sig ekki, og segir að ef til vill hafi það verið vegna þess að hún hafi verið vinkona Gísla Marteins Baldurssonar, sem hafði verið í prófkjörsslag við Vilhjálm. „Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við.“Yfirlýsing Vilhjálms í heild sinni:Yfirlýsing frá Vilhjámi Þ. Vilhjálmssyni.Mér finnst þetta viðtal við Þorbjörgu dapurlegt og með hvað hætti hún fjallar um Ólaf F. Magnússon, fyrir neðan allar hellur. Til viðbótar persónulegri aðför að Ólafi, getur hún þess að fundur vegna stofnunar nýs meirihlutta hafi verið haldinn á heimili Ólafs. Það er rangt. Þegar Sjálfstæðismenn sömdu við Ólaf í janúar 2008 um nýjan meirihluta hafði hann gegnt læknisstörfum frá 1.okt. 2007 og hafði lagt fram læknisvottorð um heilbrigði sitt.Enn heldur hún áfram að fjalla um svokallað REI mál. Í því máli hafa áður komið fram fullyrðingar hennar um að verið væri að afsala auðlindum OR eða selja hluta af eignum OR. Þær fullyrðingar eru rangar. Samkomulagið um stofnun hlutafélags með aðild Reykjavík Energy Invest og annarra félaga gekk út á að færa jarðvarmaverkefni OR erlendis í sérstakt hlutafélag þar sem OR væri meirihlutaeigandi, uþb. 68%, ásamt íslenskum fyrirtækjum sem sinntu svipuðum verkefnum erlendis og takmarka þannig áhættu OR af slíkum verkefnum.Þann tíma sem Þorbjörg vann undir minni stjórn þegar ég var borgarstjóri, treysti ég henni vel til þeirra verkefna sem hún var kjörin í. Á árunum 2006 og 2007 tók hún þátt í ítarlegum hagræðingaraðgerðum sem ég beitti mér fyrir, ekki allar vinsælar, en þær skiluðu sér í bættri afkomu borgarsjóðs á þessum árum. Ímyndanir hennar um að hún hafi ekki haft minn stuðning í störfum fyrir borgina, m.a. vegna þess að að hún studdi Gísla Martein í baráttu um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóv. 2005 get ég ekki ráðið við. Samstarf okkar var með ágætum, eins og samstarf mitt við aðra borgarfulltrúa, þótt vissulega hafi borið skugga á það samstarf, sem leiddi til 100 daga meirihlutans í borgarstjórn.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira