Íslenski boltinn

Ríkharður Daðason: Vandræðaleg frammistaða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ríkharður þungt hugsi á Laugardalsvelli í kvöld.
Ríkharður þungt hugsi á Laugardalsvelli í kvöld. Mynd/Stefán
Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, var alls ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld í 4-3 tapi á heimavelli gegn Víkingi frá Ólafsvík.

„Þetta var vandræðaleg frammistaða í kvöld. Við vorum ekki sama lið og hefur spilað síðan ég og Auðun tókum við. Strákarnir voru óþekkjanlegir,“ sagði Ríkharður.

„Hausinn var ekki staðar. Sendingarnar voru slakar og ákvarðanatökur lélegar. Við höfum haldið skipulagi og aga í vörn en tókum áhættur í kvöld.“

Hann segir að ef til vill séu leikmenn Fram ekki nógu þroskaðir til að fylgja eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð.

„Kannski halda menn að þetta komið að sjálfu sér. Við vorum einfaldlega arfaslakir í dag.“

Umfjöllun leiksins, viðtöl við leikmenn og þjálfara auk einkunnagjafar Vísis má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×