Íslenski boltinn

Skoskur framherji til ÍA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari ÍA.
Þorvaldur Örlygsson er þjálfari ÍA. Mynd/Daníel
Skotinn Josh Watt mun spila með ÍA til loka tímabilsins í Pepsi-deild karla en hann hefur æft með liðinu að undanförnu.

Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA, staðfesti þetta við Fótbolti.net í dag en ÍA hefur nú bætt við sig þremur leikmönnum í mánuðinum. Fyrir voru þeir Thomas Sörensen og Hafþór Ægir Vilhjálmsson komnir.

Watt er tvítugur framherji sem var síðast á mála hjá Motherwell. Hann fékk ekki að spila með aðalliði félagsins en var lánaður til neðrideilarliðanna Airdrie United og Raith Rovers.

Samningur hans við Motherwell rann út í vor og því var honum frjálst að semja við Skagamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×