Íslenski boltinn

Klaufamark og klobbi sumarsins?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miðjumaðurinn Björn Pálsson skoraði eitt skrautlegasta mark sumarsins í 4-3 sigri Víkings Ólafsvíkur á Fram í 12. umferð Pepsi-deildar karla á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Markið skoraði Björn Pálsson eftir mistök hjá Jóni Gunnari Eysteinssyni, miðverði Fram í leiknum. Víkingar nældu í þrjú dýrmæt stig og virðast til alls vísir eftir brösuga byrjun.

Norðan heiða nældu Blikar í þrjú stig í heimsókn hjá Þór. Chuck Chijindu skoraði mark Þórs í 2-1 tapi sem var afar laglegt. Þá tók hann vænan klobba á Finn Orra Margeirsson, miðjumann Breiðabliks, í leiknum.

Atvikin voru skoðuð í Pepsi-mörkunum á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×