Íslenski boltinn

Fjórir Stjörnumenn og þrír FH-ingar í úrvalsliðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum gerðu í gærkvöldi kunngjört úrvalslið fyrri hluta Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í sumar.

Topplið Stjörnunnar og FH eiga flesta fulltrúa í liðinu. Fjórir koma úr Garðabæjarliðinu en þrír frá Íslandsmeisturunum. Þá eiga Blikar, Framarar, Eyjamenn og KR-ingar hvert sinn leikmanninn.

Einnig var dómari fyrri hlutans kjörinn sem og stuðningssveit. Björn Daníel Sverrisson úr FH var kjörinn besti leikmaður fyrri hlutans og Logi Ólafsson besti þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×