Innlent

Tvö útköll vegna grillbruna

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mörgum þykir gott að grilla á góðviðrisdögum. Það er þó betra að hafa varann á.
Mörgum þykir gott að grilla á góðviðrisdögum. Það er þó betra að hafa varann á.
Slökkvilið var kallað út í tvígang vegna elds í gasgrillum í kvöld. Útköllin voru bæði um klukkan hálf átta. Beiðnirnar komu frá íbúum í Kópavogi og Grafarvogi.

Að sögn Slökkviliðs var um smávægilega bruna að ræða, en líklega kviknaði í út frá slöngu.

„Svo virðist vera sem íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi verið duglegir að grilla í kvöld, og ég skil það bara vel. En fólk þarf að hafa varann á þar sem það getur auðveldlega kviknað í slöngum og fitu ef gas lekur,“ sagði slökkvimaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi.

Slökkviliðið er reglulega kallað út vegna grillbruna á sumrin, og vill að gefnu tilefni minna grillglatt fólk á að yfirfara grillin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×