Lofthræddir fá öryggislínu í lundanum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Sigurjón Ingvarsson er hér að koma upp keðjustigann. Ef einhver er lofthræddur er splæst í öryggislínu en Eyjapeyjar segjast ekki þurfa á slíku að halda. Myndir/Óskar P. Friðriksson. Fimm daga lundaveiðitímabili lauk í fyrradag í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson ljósmyndari fékk að fljóta með fríðum flokki sem hélt til veiða í Hellisey síðasta daginn. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekki ferð fyrir lofthrædda en fara þarf upp um hundrað metra keðjustiga.Þessi fugl hefur það aldeilis gott enda á hann auðvelt með að veiða og er ekki matvandur. Fuglinn er einn af þeim sem ekki sýtir komu makríls.mynd/óskar p. friðriksson„Maður hugsar ekkert um þetta þegar maður er þarna uppi,“ segir Sigurjón Ingvarsson, sem veiddi flesta lundana í ferðinni. „Ef það eru einhverjir lofthræddir með þá skjótum við með þeim svona öryggislínu,“ bæti hann við. Hann segir þá hafa séð mikið af lunda þegar loks létti til en þoka var mikil framan af. Hann sá þá líka hafa eitthvert æti í goggi. En sá sem nú lifir í hve mestum vellystingum út um allar eyjar er súlan enda súlan ekki matvandur fugl en hún hefur nú bætt makrílnum á matseðilinn.Þegar létti til sást fagurgoggurinn víðast hvar og í ágætum holdum.Mynd / Óskar P. Friðriksson.„Við veiddum aðeins þrjátíu og þrjá lunda,“ segir Sigurjón. „Menn hentu gamni að því að ég, viðvaningurinn sjálfur, veiddi eina þrjátíu meðan jarlinn sjálfur, Bragi Steingrímsson, varð að láta sér lynda þrjá. Þetta var hroðaleg útreið fyrir jarlinn,“ segir Sigurjón og hlær við.Bragi Steingrímsson, alvanur lundaveiðimaður, lét viðvaninginn um mestu veiðina og tók aðeins þrjá sjálfur, sem var síðan tilefni til mikilla gamanmála.Mynd / Óskar P. Friðriksson. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Fimm daga lundaveiðitímabili lauk í fyrradag í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson ljósmyndari fékk að fljóta með fríðum flokki sem hélt til veiða í Hellisey síðasta daginn. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekki ferð fyrir lofthrædda en fara þarf upp um hundrað metra keðjustiga.Þessi fugl hefur það aldeilis gott enda á hann auðvelt með að veiða og er ekki matvandur. Fuglinn er einn af þeim sem ekki sýtir komu makríls.mynd/óskar p. friðriksson„Maður hugsar ekkert um þetta þegar maður er þarna uppi,“ segir Sigurjón Ingvarsson, sem veiddi flesta lundana í ferðinni. „Ef það eru einhverjir lofthræddir með þá skjótum við með þeim svona öryggislínu,“ bæti hann við. Hann segir þá hafa séð mikið af lunda þegar loks létti til en þoka var mikil framan af. Hann sá þá líka hafa eitthvert æti í goggi. En sá sem nú lifir í hve mestum vellystingum út um allar eyjar er súlan enda súlan ekki matvandur fugl en hún hefur nú bætt makrílnum á matseðilinn.Þegar létti til sást fagurgoggurinn víðast hvar og í ágætum holdum.Mynd / Óskar P. Friðriksson.„Við veiddum aðeins þrjátíu og þrjá lunda,“ segir Sigurjón. „Menn hentu gamni að því að ég, viðvaningurinn sjálfur, veiddi eina þrjátíu meðan jarlinn sjálfur, Bragi Steingrímsson, varð að láta sér lynda þrjá. Þetta var hroðaleg útreið fyrir jarlinn,“ segir Sigurjón og hlær við.Bragi Steingrímsson, alvanur lundaveiðimaður, lét viðvaninginn um mestu veiðina og tók aðeins þrjá sjálfur, sem var síðan tilefni til mikilla gamanmála.Mynd / Óskar P. Friðriksson.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira