Innlent

Þriðjungur með skuldlausar fasteignir

Tæplega 26 þúsund af 94 þúsund fjölskyldum í landinu eiga íbúðarhúsnæði sitt skuldlaust samkvæmt tölum ríkisskattstjóra. Eignastaða heimilanna batnaði um tvö hundruð milljarða í fyrra.

Ríkisskattstjóri birti í dag helstu niðurstöður útaf álagningu opinberra gjalda. Álagningin tekur mið af tekjum og eignum einstaklinga í lok síðasta árs.

Samanlögð álagning tekjuskatts og útsvars nemur 243 milljörðum króna og hækkar um rúma15 milli ára.

Samanlagður auðlegðarskattur og viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign nemur 9,1 milljarði og hækkar um einn milljarð milli ára. Um 3.100 fjölskyldur greiða auðlegðarskatt í ár sem er svipaður fjöldi og í fyrra.

Í tölum ríkisskattsstjóra kemur einnig fram að eignir heimila að frádregnum skuldum hafi aukist um 12 prósent milli ára eða um rúma 200 milljarða.

Tæplega 26 þúsund af 94 þúsundum fjölskyldum eiga íbúðarhúsnæði sitt skuldlaust eða um þriðjungur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×