Íslenski boltinn

„Þú hringir bara í mig þegar mér gengur illa"

Hannes Þór í marki íslenska landsliðsins.
Hannes Þór í marki íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, hefur mátt hirða boltann átta sinnum út neti sínu í síðustu þremur leikjum bikarmeistaranna.

KR-ingar, sem eru nú staddir í Belgíu þar sem þeir mæta Standard frá Liege í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, hafa tapað þremur leikjum í röð. 3-1 gegn Stjörnunni og 2-1 gegn Fram á útivelli og svo 3-1 í fyrri leiknum gegn Standard í Vesturbænum.

Auðunn Blöndal, útvarpsmaður og leikmaður Léttis í C-riðili í 4. deild Íslandsmótsins, heyrði hljóðið í markverði KR-inga. Stríddi hann Hannesi vegna úrslita síðustu leikja og sagði hann ekki hafa staðið sig nógu vel.

„Þú hringir bara í mig þegar mér gengur illa," sagði Hannes Þór meðal annars í spjalli sínu við Auðun. Hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×