Enski boltinn

Cisse samþykkir að klæðast búningi Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Papiss Cisse hefur verið einn á æfingum að undanförnu.
Papiss Cisse hefur verið einn á æfingum að undanförnu. Nordic Photos / Getty Images
Newcastle og Papiss Cisse, leikmaður félagsins, hafa komist að samkomulagi sem gerir sóknarmanninum öflug að klæðast treyju félagsins á nýjan leik.

Cisse neitaði að klæðast bæði keppnis- og æfingabúningi félagsins vegna auglýsingar frá lánsfyrirtækinu Wonga sem eru á búningunum. Cisse er múslímatrúar og og Sharia lög segja að múslímar megi ekki hagnast af því að lána eða þiggja peninga frá öðrum.

En nú hafa aðilar náð sáttum og Cisse mun klæðast búningi félagsins þrátt fyrir trúarskoðanir sínar.

„Eftir viðræður undanfarinna vikna eru aðilar sáttir við niðurstöðuna. Cisse hefur æft einn síns liðs á meðan að liðsfélagar hans hafa verið í æfingaferð í Portúgal en hann mun slást í för með þeim innan skamms,“ segir í yfirlýsingu Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×