Íslenski boltinn

ÍBV - FH um verslunarmannahelgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Albert Brynjar Ingason í baráttu við Eyjamanninn Matt Garner.
Albert Brynjar Ingason í baráttu við Eyjamanninn Matt Garner. Mynd/Valli
KSÍ hefur nú staðfest að leikur ÍBV og FH í Pepsi-deild karla muni fara fram á Hásteinsvelli á laugardeginum um næstu verslunarmannahelgi.

Laugardagurinn um verslunarmannahelgi hefur verið notaður sem varaleikdagur í Pepsi-deildinni en hingað til hefur ekki þurft að nota hann. En vegna góðs árangurs FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu er ljóst að leikurinn þarf að fara fram á þessum degi.

Leikurinn hefði mögulega þurft að fara fram á öðrum degi hefði ÍBV komist áfram í forkeppni Evrópudeildar UEFA en liðið féll úr leik gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu í gær.

Viðureign FH og ÍBV fer því fram laugardaginn 3. ágúst og hefst hann klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×