Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Þór 1-0 | FH-ingar á toppinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2013 09:10 FH-ingar unnu vinnusigur í Krikanum í dag. Mynd/Valli FH er komið með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 vinnusigur á Þórsurum í 13. umferðinni. Leikurinn var nokkuð opinn en dauðafæri af skornum skammti. Þórsarar voru sprækari fyrstu mínútur leiksins en gekk illa að skapa sér opin færi. Róbert Örn varði marktilraunir af löngum færum þægilega. FH-ingar sóttu í sig veðrið og komust nálægt því að skora þegar skot Ingimundar Níels hafnaði í slánni. Sókn FH-inga þyngdist og uppskáru þeir mark á 37. mínútu. Markið skrifast að stóru leyti á varnarmenn Þórsara sem tókst ekki að hreinsa slaka fyrirgjöf frá marki. Atli Viðar þakkaði fyrir sig og skoraði af stuttu færi. Síðari hálfleikur var töluvert opnari en sá fyrri eftir rólegar upphafsmínútur. Bæði lið fengu hálffæri en Róbert Örn og Wicks höfðu lítið að gera í markinu. Vissulega þurftu þeir að grípa inn í en þurftu ekki að sýna sínar bestu hliðar. Emil Pálsson fékk tvö dauðafæri til að klára leikinn en skalli hans fór ýmist yfir eða beint á markið. Á hinum endanum komust Þórsarar í góðar stöður við og í vítateig FH-inga. Hins vegar vantaði oft upp á síðustu sendingu og sjálfstraust í skotfærum. Þórsurum tókst ekki að ógna marki FH fyrr en í viðbótartíma. Þá komst varamaðurinn Jóhann Helgi einn í gegn en þrumaði boltanum rétt yfir markið. FH hélt haus og skilaði vinnusigri í hús. Guðmann Þórisson stóð upp úr í liði heimamanna og bjargaði nokkrum sinnum á ögurstundu. Hjá gestunum var Chuck sprækur en tókst ekki að skapa sér dauðafæri. FH-ingar hafa nú þriggja stiga forskot á toppnum með 29 stig. Þórsarar sitja áfram í 8. sæti með 13 stig. Enn bætist á meiðslalistinn hjá FH-ingum. Jón Ragnar Jónsson fór af velli meiddur í nára eftir um hálftímaleik en Sam Tillen, sem sjálfur er tæpur, kom inn á í hans stað. Þegar eru Albert Brynjar Ingason, Pétur Viðarsson og Viktor Örn Guðmundsson meiddir hjá FH sem heldur utan til Austurríkis í nótt þar sem liðið mætir Austria Vín í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á þriðjudag. Páll Viðar: Alltaf verið að anda ofan í hálsmálið á okkur„Við vorum nærri því búnir að ná í jafntefli í lokin. Það hefði verið sætt. Við lögðum okkur vel fram,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Hann sagði leikinn hafa spilast eins og hann reiknaði með. „Það er engin launung að við erum að reyna að þétta liðið okkur. Vissulega fengu þeir einhver færi. Markið kom eftir einstaklingsmistök eins og oft vill verða. Þá er lið eins og FH fljótt að refsa,“ sagði Páll Viðar. Hann hefur trú á því að hans menn séu tilbúnari í slaginn nú en á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá, líkt og nú, voru Þórsarar nýliðar en féllu í lokaumferðinni. „Ég hef sagt það áður og stend við það að við erum betur mannaðir nú en þá. Það eru fleiri leikmenn í Pepis-deildarklassa. Að öðru leyti erum við á svipuðum stað. Við erum fyrir ofan þennan neðsta pakka. Það er alltaf verið að anda í hálfsmálið á okkur. Kannski finnst okkur það bara þægilegt en að hafa brennt okkur á því 2011 líst mér ekki á það. Við höfum fengið nokkur tækifæri til að hisja upp um okkur buxurnar og komast í enn þægilegri stöðu. Í dag vorum við nálægt því að ná í eitt stig.“ Páll Viðar reiknar ekki með því að gera breytingar á leikmannahópi sínum í félagaskiptaglugganum. „Ég fékk þá fjóra öflugu leikmenn sem ég bað um til að þurfa ekki að fara í örvæntingafull félagaskipti eins og 2011.“ Björn Daníel: Möguleikar gætu opnast í Evrópukeppninni„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru með gott sóknarlið. Þetta var hörkuerfitt en sem betur fer náðum við í stigin þrjú,“ sagði Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH. Hann viðurkenndi að hafa fundið fyrir þreytu seint í leiknum. „Maður fann það aðeins síðustu 15-20 mínúturnar. Maður er búinn að spila flest allar mínúturnar í sumar. Það er samt engin afsökun fyrir frammistöðu okkar á köflum. Það er samt ekki hægt að segja að það sé einhver þreyta í okkur.“ FH heldur til Austurríkis í nótt en liðið mætir Austria Vín á þriðjudaginn í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er það skemmtilegasta við að spila fótbolta að spila þessa leiki. Nú förum við að skoða þetta lið. Mér skilst að þeir séu langbestir í Austurríki. Þetta verður skemmtilegt en erfitt líka.“ Miðjumaðurinn reiknar með því að klára tímabilið með FH þrátt fyrir umræðu um áhuga erlendra félaga. „Eins og staðan er núna er ekkert annað í spilunum. Það eru spennandi tímar framundan í Evrópukeppninni og möguleikar gætu opnast þá.“ Heimir: Mættum þeim ekki í baráttunni„Það er jákvætt að vinna leikinn og halda hreinu. Heilt yfir var þetta ekkert sérstakt. Við fengum þó færi til að skora fleiri mörk. Það var fínt að ná að vinna þetta,“ „Alls ekki. Við mættum þeim ekki í baráttunni. Þór er baráttulið og við vorum svolítið undir í baráttunni.“ Albert Brynjar Ingason, Pétur Viðarsson og Viktor Örn Guðmundsson eiga allir við meiðsli og stríða og fara ekki með liðinu til Vínar. Heimir sagðist þó reikna með því að Jón Ragnar Jónsson, sem fór meiddur af velli í dag vegna nárameiðsla yrði klár. Heimir sagði FH-inga enn vera að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn. Hann telur liðið þurfa þrjá leikmenn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í lok mánaðar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
FH er komið með þriggja stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 vinnusigur á Þórsurum í 13. umferðinni. Leikurinn var nokkuð opinn en dauðafæri af skornum skammti. Þórsarar voru sprækari fyrstu mínútur leiksins en gekk illa að skapa sér opin færi. Róbert Örn varði marktilraunir af löngum færum þægilega. FH-ingar sóttu í sig veðrið og komust nálægt því að skora þegar skot Ingimundar Níels hafnaði í slánni. Sókn FH-inga þyngdist og uppskáru þeir mark á 37. mínútu. Markið skrifast að stóru leyti á varnarmenn Þórsara sem tókst ekki að hreinsa slaka fyrirgjöf frá marki. Atli Viðar þakkaði fyrir sig og skoraði af stuttu færi. Síðari hálfleikur var töluvert opnari en sá fyrri eftir rólegar upphafsmínútur. Bæði lið fengu hálffæri en Róbert Örn og Wicks höfðu lítið að gera í markinu. Vissulega þurftu þeir að grípa inn í en þurftu ekki að sýna sínar bestu hliðar. Emil Pálsson fékk tvö dauðafæri til að klára leikinn en skalli hans fór ýmist yfir eða beint á markið. Á hinum endanum komust Þórsarar í góðar stöður við og í vítateig FH-inga. Hins vegar vantaði oft upp á síðustu sendingu og sjálfstraust í skotfærum. Þórsurum tókst ekki að ógna marki FH fyrr en í viðbótartíma. Þá komst varamaðurinn Jóhann Helgi einn í gegn en þrumaði boltanum rétt yfir markið. FH hélt haus og skilaði vinnusigri í hús. Guðmann Þórisson stóð upp úr í liði heimamanna og bjargaði nokkrum sinnum á ögurstundu. Hjá gestunum var Chuck sprækur en tókst ekki að skapa sér dauðafæri. FH-ingar hafa nú þriggja stiga forskot á toppnum með 29 stig. Þórsarar sitja áfram í 8. sæti með 13 stig. Enn bætist á meiðslalistinn hjá FH-ingum. Jón Ragnar Jónsson fór af velli meiddur í nára eftir um hálftímaleik en Sam Tillen, sem sjálfur er tæpur, kom inn á í hans stað. Þegar eru Albert Brynjar Ingason, Pétur Viðarsson og Viktor Örn Guðmundsson meiddir hjá FH sem heldur utan til Austurríkis í nótt þar sem liðið mætir Austria Vín í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á þriðjudag. Páll Viðar: Alltaf verið að anda ofan í hálsmálið á okkur„Við vorum nærri því búnir að ná í jafntefli í lokin. Það hefði verið sætt. Við lögðum okkur vel fram,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Hann sagði leikinn hafa spilast eins og hann reiknaði með. „Það er engin launung að við erum að reyna að þétta liðið okkur. Vissulega fengu þeir einhver færi. Markið kom eftir einstaklingsmistök eins og oft vill verða. Þá er lið eins og FH fljótt að refsa,“ sagði Páll Viðar. Hann hefur trú á því að hans menn séu tilbúnari í slaginn nú en á sama tíma fyrir tveimur árum. Þá, líkt og nú, voru Þórsarar nýliðar en féllu í lokaumferðinni. „Ég hef sagt það áður og stend við það að við erum betur mannaðir nú en þá. Það eru fleiri leikmenn í Pepis-deildarklassa. Að öðru leyti erum við á svipuðum stað. Við erum fyrir ofan þennan neðsta pakka. Það er alltaf verið að anda í hálfsmálið á okkur. Kannski finnst okkur það bara þægilegt en að hafa brennt okkur á því 2011 líst mér ekki á það. Við höfum fengið nokkur tækifæri til að hisja upp um okkur buxurnar og komast í enn þægilegri stöðu. Í dag vorum við nálægt því að ná í eitt stig.“ Páll Viðar reiknar ekki með því að gera breytingar á leikmannahópi sínum í félagaskiptaglugganum. „Ég fékk þá fjóra öflugu leikmenn sem ég bað um til að þurfa ekki að fara í örvæntingafull félagaskipti eins og 2011.“ Björn Daníel: Möguleikar gætu opnast í Evrópukeppninni„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru með gott sóknarlið. Þetta var hörkuerfitt en sem betur fer náðum við í stigin þrjú,“ sagði Björn Daníel Sverrisson miðjumaður FH. Hann viðurkenndi að hafa fundið fyrir þreytu seint í leiknum. „Maður fann það aðeins síðustu 15-20 mínúturnar. Maður er búinn að spila flest allar mínúturnar í sumar. Það er samt engin afsökun fyrir frammistöðu okkar á köflum. Það er samt ekki hægt að segja að það sé einhver þreyta í okkur.“ FH heldur til Austurríkis í nótt en liðið mætir Austria Vín á þriðjudaginn í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er það skemmtilegasta við að spila fótbolta að spila þessa leiki. Nú förum við að skoða þetta lið. Mér skilst að þeir séu langbestir í Austurríki. Þetta verður skemmtilegt en erfitt líka.“ Miðjumaðurinn reiknar með því að klára tímabilið með FH þrátt fyrir umræðu um áhuga erlendra félaga. „Eins og staðan er núna er ekkert annað í spilunum. Það eru spennandi tímar framundan í Evrópukeppninni og möguleikar gætu opnast þá.“ Heimir: Mættum þeim ekki í baráttunni„Það er jákvætt að vinna leikinn og halda hreinu. Heilt yfir var þetta ekkert sérstakt. Við fengum þó færi til að skora fleiri mörk. Það var fínt að ná að vinna þetta,“ „Alls ekki. Við mættum þeim ekki í baráttunni. Þór er baráttulið og við vorum svolítið undir í baráttunni.“ Albert Brynjar Ingason, Pétur Viðarsson og Viktor Örn Guðmundsson eiga allir við meiðsli og stríða og fara ekki með liðinu til Vínar. Heimir sagðist þó reikna með því að Jón Ragnar Jónsson, sem fór meiddur af velli í dag vegna nárameiðsla yrði klár. Heimir sagði FH-inga enn vera að vinna í því að styrkja leikmannahóp sinn. Hann telur liðið þurfa þrjá leikmenn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í lok mánaðar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn