Íslenski boltinn

KR fær lánsmann frá Brann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn í leiknum gegn Standard Liege í vikunni.
Brynjar Björn í leiknum gegn Standard Liege í vikunni. Nordic Photos / Getty Images
Jonas Grönner, leikmaður Brann í Noregi, er á leið til Íslands þar sem hann mun spila sem lánsmaður með KR til loka tímabilsins.

Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Grönner var hann sjálfur áhugasamur um að fá að spreyta sig með KR til að fá að spila meira en hann hefur gert í sumar. Hann á fimm leiki að baki með Brann í norsku úrvalsdeildinni í sumar.

Hann valdi frekar að fara til Íslands en í norsku C-deildina. „Þetta snýst bara um að fá að spila eins mikið og hægt er. Ég fæ nú tækifæri til að spila með stærsta liði Íslands sem vill vinna alla leiki. Það er gott fyrir mig.“

Forráðamenn Brann segja að Rönner, sem er varnarmaður, eigi að fylla í skarð KR-ingsins Brynjars Björns Gunnarssonar sem meiddist í leik KR og Standard Liege í vikunni. Þá hefur Andri Ólafsson verið frá í sumar vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×