Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 3-0 Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júlí 2013 09:41 Mynd/Daníel Kristján Hauksson kom, sá og sigraði gegn sínum gömlu liðsfélögum í 3-0 sigri Fylkis gegn Fram í kvöld. Fylkismenn voru mun sterkari allan tímann og var sigurinn verðskuldaður. Fylkismenn unnu fyrsta sigur sinn á tímabilinu í síðasta leik þegar þeir lögðu Valsmenn 3-1 á Hlíðarenda. Eftir erfiða byrjun var allt annað að sjá til liðsins í síðasta leik en þeir höfðu bætt við sig tveimur leikmönnum frá þeim leik. Framarar sigldu um miðja deild með fimmtán stig og hefur spilamennska þeirra verið upp og niður síðustu vikur. Völlurinn var blautur og tók það menn tíma að fóta sig í upphafi. Fylkismenn voru þó alltaf hættulegri í fyrri hálfleik og þeir náðu forskotinu eftir rúmlega hálftíma leik. Þá kláraði Oddur Ingi Guðmundsson glæsilega skyndisókn, Andrés Már átti hlaup upp hægri kantinn og fann Odd rétt fyrir utan teiginn. Oddur reyndi að rekja boltann framhjá varnarmönnum Framara en boltinn hafði viðkomu í einum þeirra og upp í loftið en Oddur einfaldlega tók hann á lofti og lagði hann snyrtilega framhjá Ögmundi. Sam Hewson var svo stálheppinn rétt fyrir hálfleik að sleppa við rautt spjald. Hann var allt of seinn í hákalega tæklingu á Ásgeiri Berki beint fyrir framan Fylkisbekkinn en slapp með gult spjald. Fljótlega eftir það flautaði Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins til hálfleiks. Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei spurning, Kristján Hauksson bætti við öðru marki heimamanna eftir tíu mínútna leik með glæsilegri afgreiðslu. Viðar Örn kláraði svo leikinn þegar tuttugu mínútur voru eftir þegar hann afgreiddi boltann vel framhjá Ögmundi. Fylkismenn unnu því sannfærandi sigur og er allt annað að sjá til liðsins þessa dagana. Stjórnin ákvað að styðja við bakið á Ásmundi sem virðist vera að finna réttu blönduna og réttu leikmennina til að spila betri fótbolta. Með sigrinum færðu Fylkismenn sig upp í 9. sæti á markamun og eru til alls líklegir ef þetta er það sem koma skal. Gestirnir verða hinsvegar að líta í eigin barm, eftir sterkan sigur á KR-ingum á heimavelli eru núna komnir tveir tapleikir í röð gegn Víking Ólafsvík og Fylki. Þeim gekk illa að skapa færi í leiknum og reyndu ekki á Bjarna, markmann Fylkis fyrr en á lokamínútu leiksins. Salan á Lennon gæti reynst þeim dýr en hann var oft potturinn og pannan í sóknarleik liðsins á þessu tímabili. Ási: Ánægður með alla mína leikmenn„Ég er bara glaður, virkilega ánægður með þetta. Frábær leikur hjá okkur og öruggur sigur,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Við ætluðum að þrýsta á þá með ákveðinni leið og við lögðum mikið upp með að finna Roger í lappirnar í holunni sem gekk mjög vel,“ Fylkismenn tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Guy Roger Eschmann kom beint inn í byrjunarliðið og átti góðar rispur. „Hann var virkilega flottur, ég er ánægður með alla leikmenn mína í dag. Hann kemur með eitthvað nýtt inn í liðið, x-factor og svolítið öðruvísi leikmaður en gengur og gerist. Vonandi getum við nýtt okkur það, við fengum hann til þess,“ Þetta var annar sigur Fylkismanna í röð eftir slakt gengi í upphafi móts og Ása var létt. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér líður, mér líður eins og 300 kíló hafi verið tekin af mér. Vonandi erum við búnir að finna réttu blönduna, þetta eru reyndar bara tveir leikir svo menn þurfa að halda fókus og halda áfram. Mér finnst hafa verið flott stemming í hópnum undanfarnar vikur og strákarnir eru ákveðnir í að snúa þessu við saman,“ sagði Ási. Ríkharður: Betra liðið vann„Betra liðið vann í kvöld, það er einfalt,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld. „Að fá á sig þrjú mörk í leik gengur ekki, það er alveg augljóst. Við töluðum um að finna aftur varnarleikinn sem gekk vel fyrir síðustu tvo leiki. Fyrstu mínúturnar gekk það vel, þá vorum við að framkvæma þá hluti rétt og leikurinn var í þokkalegu jafnvægi.“ „Við vorum samt of ónákvæmir í sóknarleiknum, þegar við vorum að sækja vorum við að gefa boltann frá okkur. Eftir fyrsta markið förum við að reyna að spila hátt og langt og hættum að spila boltanum á milli okkar. Við það duttum við aftur og Fylkismenn gengu á lagið, svo fáum við á okkur mark í upphafi seinni hálfleiks sem tók leikinn alveg frá okkur,“ „Það var lítið flæði í sóknarleiknum, við höfum verið að sækja hratt upp kantana og beita fyrirgjöfum en náðum því ekkert í dag. Breytingarnar á sóknarlínunni breyttu kannski einhverju en hefðu ekki átt að skipta svona miklu máli,“ Framarar misstu Steven Lennon fyrir stuttu en voru fljótir að bæta við Jon Andre Röyrane, fyrrverandi leikmanni Selfyssinga. „Hann fékk 35 mínútur í seinni hálfleik og það myndaðist svolítið líf í kringum hann. Hann tók eitthvað af vitlausum ákvörðunum en hann er góður í fótbolta. Auðvitað munum við sakna Lennon, hann var einn af bestu leikmönnum deildarinnar og hvort við náum að fylla hans skarð kemur í ljós,“ Ríkharður var ekki viss hvort hann myndi styrkja liðið meira í félagsskiptaglugganum. „Ég vildi að ég gæti sagt já, við þurfum klárlega á því að halda. Þú sérð mikin mun á liðinu núna og fyrir nokkrum vikum, meiðsli og brotthvarf leikmanns hafa breytt liðinu töluvert. Hafsentaparið okkar er frá vegna meiðsla og það munar um það þegar þú ert ekki með breiðan hóp,“ sagði Ríkharður. Kristján: Hrikalega sætt„Við vorum ákveðnir og þéttir, það er búinn að vera stígandi í síðustu leikjum og við erum núna taplausir í síðustu fjórum leikjum,“ sagði Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Það var samstaða sem skilaði þessu, það er allt annað að sjá til liðsins. Við vorum ekki búnir að finna réttu blönduna og hvernig við áttum að spila þetta enda mikið af nýjum mönnum í upphafi móts,“ Kristján var að kljást við fyrrum liðsfélaga sinn og gekk vel að halda aftur af Hólmberti. „Við höfum oft verið að kíta á æfingum í gegnum tíðina, hann veit hvernig ég spila og ég veit hvernig hann spilar. Mér fannst ég halda honum ágætlega niðri í dag,“ Kristján skoraði mark gegn sínum fyrrum félögum og var ekkert að hika við að fagna því. „Þetta var alveg hrikalega sætt, ég var rosalega sáttur og naut þess í botn,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Kristján Hauksson kom, sá og sigraði gegn sínum gömlu liðsfélögum í 3-0 sigri Fylkis gegn Fram í kvöld. Fylkismenn voru mun sterkari allan tímann og var sigurinn verðskuldaður. Fylkismenn unnu fyrsta sigur sinn á tímabilinu í síðasta leik þegar þeir lögðu Valsmenn 3-1 á Hlíðarenda. Eftir erfiða byrjun var allt annað að sjá til liðsins í síðasta leik en þeir höfðu bætt við sig tveimur leikmönnum frá þeim leik. Framarar sigldu um miðja deild með fimmtán stig og hefur spilamennska þeirra verið upp og niður síðustu vikur. Völlurinn var blautur og tók það menn tíma að fóta sig í upphafi. Fylkismenn voru þó alltaf hættulegri í fyrri hálfleik og þeir náðu forskotinu eftir rúmlega hálftíma leik. Þá kláraði Oddur Ingi Guðmundsson glæsilega skyndisókn, Andrés Már átti hlaup upp hægri kantinn og fann Odd rétt fyrir utan teiginn. Oddur reyndi að rekja boltann framhjá varnarmönnum Framara en boltinn hafði viðkomu í einum þeirra og upp í loftið en Oddur einfaldlega tók hann á lofti og lagði hann snyrtilega framhjá Ögmundi. Sam Hewson var svo stálheppinn rétt fyrir hálfleik að sleppa við rautt spjald. Hann var allt of seinn í hákalega tæklingu á Ásgeiri Berki beint fyrir framan Fylkisbekkinn en slapp með gult spjald. Fljótlega eftir það flautaði Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins til hálfleiks. Í seinni hálfleik voru úrslitin aldrei spurning, Kristján Hauksson bætti við öðru marki heimamanna eftir tíu mínútna leik með glæsilegri afgreiðslu. Viðar Örn kláraði svo leikinn þegar tuttugu mínútur voru eftir þegar hann afgreiddi boltann vel framhjá Ögmundi. Fylkismenn unnu því sannfærandi sigur og er allt annað að sjá til liðsins þessa dagana. Stjórnin ákvað að styðja við bakið á Ásmundi sem virðist vera að finna réttu blönduna og réttu leikmennina til að spila betri fótbolta. Með sigrinum færðu Fylkismenn sig upp í 9. sæti á markamun og eru til alls líklegir ef þetta er það sem koma skal. Gestirnir verða hinsvegar að líta í eigin barm, eftir sterkan sigur á KR-ingum á heimavelli eru núna komnir tveir tapleikir í röð gegn Víking Ólafsvík og Fylki. Þeim gekk illa að skapa færi í leiknum og reyndu ekki á Bjarna, markmann Fylkis fyrr en á lokamínútu leiksins. Salan á Lennon gæti reynst þeim dýr en hann var oft potturinn og pannan í sóknarleik liðsins á þessu tímabili. Ási: Ánægður með alla mína leikmenn„Ég er bara glaður, virkilega ánægður með þetta. Frábær leikur hjá okkur og öruggur sigur,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Við ætluðum að þrýsta á þá með ákveðinni leið og við lögðum mikið upp með að finna Roger í lappirnar í holunni sem gekk mjög vel,“ Fylkismenn tefldu fram nýjum leikmanni í kvöld, Guy Roger Eschmann kom beint inn í byrjunarliðið og átti góðar rispur. „Hann var virkilega flottur, ég er ánægður með alla leikmenn mína í dag. Hann kemur með eitthvað nýtt inn í liðið, x-factor og svolítið öðruvísi leikmaður en gengur og gerist. Vonandi getum við nýtt okkur það, við fengum hann til þess,“ Þetta var annar sigur Fylkismanna í röð eftir slakt gengi í upphafi móts og Ása var létt. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér líður, mér líður eins og 300 kíló hafi verið tekin af mér. Vonandi erum við búnir að finna réttu blönduna, þetta eru reyndar bara tveir leikir svo menn þurfa að halda fókus og halda áfram. Mér finnst hafa verið flott stemming í hópnum undanfarnar vikur og strákarnir eru ákveðnir í að snúa þessu við saman,“ sagði Ási. Ríkharður: Betra liðið vann„Betra liðið vann í kvöld, það er einfalt,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram eftir leikinn í kvöld. „Að fá á sig þrjú mörk í leik gengur ekki, það er alveg augljóst. Við töluðum um að finna aftur varnarleikinn sem gekk vel fyrir síðustu tvo leiki. Fyrstu mínúturnar gekk það vel, þá vorum við að framkvæma þá hluti rétt og leikurinn var í þokkalegu jafnvægi.“ „Við vorum samt of ónákvæmir í sóknarleiknum, þegar við vorum að sækja vorum við að gefa boltann frá okkur. Eftir fyrsta markið förum við að reyna að spila hátt og langt og hættum að spila boltanum á milli okkar. Við það duttum við aftur og Fylkismenn gengu á lagið, svo fáum við á okkur mark í upphafi seinni hálfleiks sem tók leikinn alveg frá okkur,“ „Það var lítið flæði í sóknarleiknum, við höfum verið að sækja hratt upp kantana og beita fyrirgjöfum en náðum því ekkert í dag. Breytingarnar á sóknarlínunni breyttu kannski einhverju en hefðu ekki átt að skipta svona miklu máli,“ Framarar misstu Steven Lennon fyrir stuttu en voru fljótir að bæta við Jon Andre Röyrane, fyrrverandi leikmanni Selfyssinga. „Hann fékk 35 mínútur í seinni hálfleik og það myndaðist svolítið líf í kringum hann. Hann tók eitthvað af vitlausum ákvörðunum en hann er góður í fótbolta. Auðvitað munum við sakna Lennon, hann var einn af bestu leikmönnum deildarinnar og hvort við náum að fylla hans skarð kemur í ljós,“ Ríkharður var ekki viss hvort hann myndi styrkja liðið meira í félagsskiptaglugganum. „Ég vildi að ég gæti sagt já, við þurfum klárlega á því að halda. Þú sérð mikin mun á liðinu núna og fyrir nokkrum vikum, meiðsli og brotthvarf leikmanns hafa breytt liðinu töluvert. Hafsentaparið okkar er frá vegna meiðsla og það munar um það þegar þú ert ekki með breiðan hóp,“ sagði Ríkharður. Kristján: Hrikalega sætt„Við vorum ákveðnir og þéttir, það er búinn að vera stígandi í síðustu leikjum og við erum núna taplausir í síðustu fjórum leikjum,“ sagði Kristján Hauksson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Það var samstaða sem skilaði þessu, það er allt annað að sjá til liðsins. Við vorum ekki búnir að finna réttu blönduna og hvernig við áttum að spila þetta enda mikið af nýjum mönnum í upphafi móts,“ Kristján var að kljást við fyrrum liðsfélaga sinn og gekk vel að halda aftur af Hólmberti. „Við höfum oft verið að kíta á æfingum í gegnum tíðina, hann veit hvernig ég spila og ég veit hvernig hann spilar. Mér fannst ég halda honum ágætlega niðri í dag,“ Kristján skoraði mark gegn sínum fyrrum félögum og var ekkert að hika við að fagna því. „Þetta var alveg hrikalega sætt, ég var rosalega sáttur og naut þess í botn,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti