Erlent

Slökkviliðsmönnum kennt um

Gissur Sigurðsson skrifar
Olíuflutningalestin sem sprakk olli gífurlegu tjóni og mannfalli í bænum Lac-Megantic í Kanada.
Olíuflutningalestin sem sprakk olli gífurlegu tjóni og mannfalli í bænum Lac-Megantic í Kanada.
Flutningafyrirtækið MMA, sem átti olíuflutningalestina sem sprakk og olli gífurlegu tjóni og mannfalli í bænum Lac-Megantic í Kanada, segja að slökkviliðsmenn beri ábyrgð á slysinu. Þegar þeir hafi farið að mannlausri og kyrrstæðri lestinni til að slökkva þar í einhverjum glæðum, hafi þeir fyrir mistök losað um bremsurnar, með þeim afleiðingum að lestin rann af stað og fór út af sporinu inn í miðjum bænum með fyrrgreindum afleiðingum. Lögreglurannsókn stendur sem hæst, en að minnsta kosti 15 fórust og margra er enn saknað í rústum í miðbænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×