Íslenski boltinn

Heimir ætlar að styrkja hóp FH

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Stefán
Íslandsmeistarar FH misstu af tækifæri til að komast á topp Pepsi-deildar karla eftir 2-1 tap fyrir Stjörnunni í kvöld. Sigurmarkið skoraði Gunnar Örn Jónsson á fjórðu mínútu uppbótartímans.

Félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ætlar að styrkja hópinn þá.

„Ég reikna með því já,“ sagði Heimir en vildi ekki útlista hvaða stöður hann vildi styrkja sérstaklega. Hann sagði FH-inga vera að skoða málin og ekkert væri í sigtinu eins og staðan væri í dag.

Dominic Furness og Kristján Gauti Emilsson fóru meiddir af velli í leiknum.

„Dominic gæti verið aðeins frá en Kristján Gauti meiddist aðeins aftan í hásin. Hann verður klár í næsta leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×