Um kl. 8 Í morgun var tilkynnt um konu sem lá í anddyri blokkar í austurborginni. Þar reyndist um ofurölvi konu að ræða sem svaf og hraut hástöfum. Hún var flutt í fangageymslu lögreglu þar sem hún heldur áfram að hrjóta, segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Skömmu eftir kl. 9 var bifreið stöðvuð í Hálsahverfi í Reykjavík eftir að henni var ekið kanta á milli og nokkrum sinnum upp á kantana. Kona sem ók bifreiðinni reyndist vera talsvert ölvuð og var hún færð á lögreglustöð vegna rannsóknar málsins.
Fannst hrjótandi í stigagangi
Jóhannes Stefánsson skrifar
