Innlent

Pissaði niður af svölunum

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Maður í partýi kastaði af sér þvagi af þriðju hæð í  blokk.
Maður í partýi kastaði af sér þvagi af þriðju hæð í blokk.
Maður ruddist inn á heimili í Kópavogi í nótt og er hann grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Lögreglan hefur upplýsingar um hver maðurinn er, en hann er talinn tengjast heimilinu.

Fleiri mál héldu lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu upptekinni í nótt og komu áfengi og fíkniefni mikið við sögu. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn var handtekinn fyrir rúðubrot og vistaður í fangageymslum.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af partýhaldi í heimahúsum og meðal þeirra mála sem kom upp var að einstaklingur hafði tekið sig til og kastað af sér þvagi af svölum þriðju hæðar í blokk.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nóttin róleg hjá lögreglu á landsbyggðinni..





Fleiri fréttir

Sjá meira


×