Of fáir krabbameinslæknar Ingveldur Geirsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:33 Krabbameinslæknum á Landspítalanum fer fækkandi á meðan krabbameinssjúklingum fjölgar. Framkvæmdastjóri lyflækningasviðs segir að þau hafi átt fullt í fangi með að hafa nægilega marga lækna til að sinna sjúklingum með illkynja sjúkdóma. Sextán læknar starfa nú á Landspítalanum við að sinna sjúklingum með krabbamein og munu tveir þeirra hætta bráðlega. Á lyflækningasviði eru átta læknar með mismunandi stöðuhlutfall, einn þeirra hættir störfum í haust, þrír læknar sinna geislameðferð krabbameina og einn þeirra fer á eftirlaun í lok ársins, þá starfa fimm læknar á blóðlækningasviði. Á síðastliðnum árum hafa tveir aðrir hætt og aðeins einn komið í staðinn. „Við höfum átt fullt í fangi með að hafa nægilega marga lækna til að sinna sjúklingum með illkynja sjúkdóma," segir Vilhelmína Haraldsdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Vilhelmína segir að tvo til þrjá lækna þurfi til viðbótar svo vel sé. Auglýst hafi verið eftir læknum án árangurs en auglýst verði aftur. „Það er mjög mikilvægt að við náum að endurnýja og fá nýja lækna til að starfa með okkur. Nú eru íslenskir læknar starfandi erlendis, þá helst í Bandaríkjunum og Svíþjóð, og við munum náttúrulega gera okkar besta til að fá þá heim, það er ekki alveg vitað hvort það muni takast en við höfum þó góðar vonir í vissum tilfellum." Fjórföld aukning hefur orðið á þeim sem greinast árlega með krabbamein frá því skráning hófst árið 1956. Nú greinast árlega um fjórtánhundruð Íslendingar með krabbamein segir á vef Krabbameinsskráningar. Langflest krabbamein greinast í eldra fólki. Fimmtíu prósent þeirra karla sem greindust með krabbamein á árunum 2007 til 2011 voru sjötíu ára og eldri og ríflega fjörtíu prósent kvenna. „Sjúklingum með krabbamein hefur fjölgað og það er í beinu sambandi við vaxandi meðalaldur þjóðarinnar. Síðan eru alltaf sífellt fleiri sem eru á lífi og þurfa eftirlit og eftirmeðferð eftir að hafa fengið krabbamein, það er auðvitað mjög gleðilegt og segir okkur að árangurinn hefur verið góður en að sama skapi eru verkefnin fleiri líka," segir Vilhelmína. Vilhelmína segir ástandið ekki eiga að bitna á sjúklingunum. „Við reynum náttúrulega að gera okkar besta til þess að forgangsraða svo störf læknanna fari fyrst og fremst í það þar sem þeir nýtast best og reynum þá að byggja á öðrum starfsstéttum eða yngri læknum til að hjálpa þeim. En þetta er býsna erfitt verkefni því þetta eru krefjandi verkefni að sinna krabbameinssjúkum." Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Krabbameinslæknum á Landspítalanum fer fækkandi á meðan krabbameinssjúklingum fjölgar. Framkvæmdastjóri lyflækningasviðs segir að þau hafi átt fullt í fangi með að hafa nægilega marga lækna til að sinna sjúklingum með illkynja sjúkdóma. Sextán læknar starfa nú á Landspítalanum við að sinna sjúklingum með krabbamein og munu tveir þeirra hætta bráðlega. Á lyflækningasviði eru átta læknar með mismunandi stöðuhlutfall, einn þeirra hættir störfum í haust, þrír læknar sinna geislameðferð krabbameina og einn þeirra fer á eftirlaun í lok ársins, þá starfa fimm læknar á blóðlækningasviði. Á síðastliðnum árum hafa tveir aðrir hætt og aðeins einn komið í staðinn. „Við höfum átt fullt í fangi með að hafa nægilega marga lækna til að sinna sjúklingum með illkynja sjúkdóma," segir Vilhelmína Haraldsdóttir framkvæmdastjóri lyflækningasviðs. Vilhelmína segir að tvo til þrjá lækna þurfi til viðbótar svo vel sé. Auglýst hafi verið eftir læknum án árangurs en auglýst verði aftur. „Það er mjög mikilvægt að við náum að endurnýja og fá nýja lækna til að starfa með okkur. Nú eru íslenskir læknar starfandi erlendis, þá helst í Bandaríkjunum og Svíþjóð, og við munum náttúrulega gera okkar besta til að fá þá heim, það er ekki alveg vitað hvort það muni takast en við höfum þó góðar vonir í vissum tilfellum." Fjórföld aukning hefur orðið á þeim sem greinast árlega með krabbamein frá því skráning hófst árið 1956. Nú greinast árlega um fjórtánhundruð Íslendingar með krabbamein segir á vef Krabbameinsskráningar. Langflest krabbamein greinast í eldra fólki. Fimmtíu prósent þeirra karla sem greindust með krabbamein á árunum 2007 til 2011 voru sjötíu ára og eldri og ríflega fjörtíu prósent kvenna. „Sjúklingum með krabbamein hefur fjölgað og það er í beinu sambandi við vaxandi meðalaldur þjóðarinnar. Síðan eru alltaf sífellt fleiri sem eru á lífi og þurfa eftirlit og eftirmeðferð eftir að hafa fengið krabbamein, það er auðvitað mjög gleðilegt og segir okkur að árangurinn hefur verið góður en að sama skapi eru verkefnin fleiri líka," segir Vilhelmína. Vilhelmína segir ástandið ekki eiga að bitna á sjúklingunum. „Við reynum náttúrulega að gera okkar besta til þess að forgangsraða svo störf læknanna fari fyrst og fremst í það þar sem þeir nýtast best og reynum þá að byggja á öðrum starfsstéttum eða yngri læknum til að hjálpa þeim. En þetta er býsna erfitt verkefni því þetta eru krefjandi verkefni að sinna krabbameinssjúkum."
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira