Fótbolti

Þekkti þær hvort eð er ekki

Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar
Nordicphotos/AFP
„Þetta var mjög erfitt í kvöld. Þær spiluðu rosalega vel saman og voru fastar fyrir. Það lá mikið á okkur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins.

„Ég losaði mig við stressið og reyndi bara að njóta þess að spila og hugsa um þetta eins og hvern annan leik," sagði Glódís Perla sem var ekkert að velta því fyrir sér hvaða stórstjörnu hún var að dekka.

„Ég vissi hvort sem er ekkert hver þetta var hvort sem er þannig að það var lítið hægt að pæla í því," sagði Glódís.

„Þær spiluðu kannski aðeins betur en við bjuggumst við. Við náðum ekki að halda skipulaginu eins og við ætluðum að gera. Við náðum ekki að vera þéttar og vinna annan boltann," sagði Glódís.

„Við náðum ekki uppspilinu okkar. Við ætluðum að spila boltanum betur upp völlinn en þær lokuðu öllu og við þurftum bara að sparka langt eða gera eitthvað annað," sagði Glódís.

„Noregur vann Holland þannig að við getum líka unnið Holland. Við verðum bara að gleyma þessum leik sem fyrst og fara að hugsa um þann næsta," sagði Glódís.


Tengdar fréttir

Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en við

Margrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Växjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann.

Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörk

"Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður íslenska liðsins.

Siggi Raggi: Við áttum við ofurefli að etja

"Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins.

Þrír miðjumenn fóru meiddir af velli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þurfti að eyða öllum þremur skiptingum sínum í kvöld í að bregðast við meiðslum eða veikindum leikmanna sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×