Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - ÍA 1-1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2013 15:58 Fylkir og ÍA skildu jöfn í botnslag Pepsi-deildar karla í Árbænum í viðburðarríkum leik í kvöld. Fylkismenn náðu að jafna á lokamínútunum þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Tómas Þorsteinsson fékk tvær áminningar í fyrri hálfleik og þar með rautt. Skagamenn komust svo yfir með marki Ármanns Smára Björnssonar á 72. mínútu en Finnur Ólafsson skoraði gott jöfnunarmark fyrir heimamenn undir lokin. Þar með er ljóst að liðin eru enn jöfn að stigum í tveimur neðstu sætum deildarinnar með fjögur stig hvort. Fylkismenn eru enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í sumar en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í sumar. Þetta var einnig fyrsta stig Þorvalds Örlygssonar sem þjálfara ÍA. Fylkismenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og duglegir að sækja upp báða vængina. Andrés Már og Ásgeir Örn voru sprækir og þá var Viðar Örn líklegur þegar hann fékk boltann við teig Skagamanna. Heimamönnum gekk þó á löngum köflum ekki nógu vel að skapa sér almennileg færi en þeir náðu þó að halda leikmönnum ÍA algjörlega í skefjum. Gestirnir áttu varla almennilegt færi í fyrri hálfleik og ekkert skot sem rataði í markið. Bakvörðurinn Tómas Þorsteinsson hafði verið duglegur að sækja fram og var misfljótur að skila sér til baka. Hann var ekki í stöðu þegar að Eggert Kári, hægri kantmaður Skagamanna, lagði af stað í sókn. Tómas, sem var með gult á bakinu, renndi sér í boltann en tók Eggert niður um leið. Erlendur Eiríksson, dómari, mat brotið svo að það verðskuldaði aðra áminningu og því var Tómas rekinn í sturtu. Fylkismenn voru ósáttir við þessa niðurstöðu enda virtist tæklingin ekki harkaleg. Fylkismenn fengu þó besta færi fyrri hálfleiksins eftir þetta. Andrés Már sótti aukaspyrnu á hættulegum stað og Árni Freyr átti gott skot að marki sem Páll Gísli varði í stöng. Skagamenn voru því stálheppnir að fara inn í leikhlé með markalausa stöðu. Skagamenn, í yfirtölu, tóku völdin hægt og rólega í seinni hálfleik. Garðar Gunnlaugsson kom boltanum í netið strax á 51. mínútu en það var dæmt af vegna brots á Bjarna Þórði, markverði Fylkis. Bjarni var svo í aðalhlutverki næstu mínúturnar og varði nokkrum sinnum glæsilega frá gestunum. Fylkismenn reyndu að sækja inn á milli en sköpuðu sér lítið meira en nokkur hálffæri. Það kom svo að því að ísinn brotnaði. Bakvörðurinn Joakim Wrele fékk góða sendingu á vinstri kantinum og lagði boltann fyrir markið með fastri sendingu. Ármann Smári var þar mættur á fjærstöng og sendi boltann í markið. Fylkismenn gáfust þó ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn eftir þetta. Skagamenn ætluðu greinilega að verja stöðuna en pressa heimamanna bar á endanum árangur. Fylkir fór í sókn á 86. mínútu sem hófst úti á vinstri kantinum. Boltinn barst þar inn á teig en Skagamenn lentu í vandræðum með að hreinsa frá. Finnur tók boltann til sín, lék framhjá tveimur varnarmönnum og afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Fylkir hefði svo getað tryggt sér sigur í uppbótartíma en Páll Gísli varði tvö skot í sömu sókninni. Eftir það fjaraði leikurinn út og liðin þurftu því að sættast á skiptan hlut.Viðar Örn: Ég hef ekkert fengið eftir viðtalið við þjálfara KR „Þetta var ágæt niðurstaða úr því sem komið var en mér fannst bara eitt lið vera á vellinum í kvöld,“ sagði sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli Fylkis og ÍA í kvöld. „Þeir áttu ágætar 20 mínútur en heilt yfir fannst mér þeir vera að reyna að drepa leikinn. Ég veit hreinlega ekki hvað þeir voru að gera,“ sagði hann. „Jafntefli var kannski sanngjarnt úr því sem komið var en við hefðum getað stolið þessu í lokin.“ Tómas Þorsteinsson fékk tvær áminningar í fyrri hálfleik og þar með rautt. Viðar segir ákvörðun dómarans umdeilanlega. „Mér fannst þetta nokkuð „soft“ og kannski klaufalegt hjá okkur. Þeir komust upp með ýmsilegt í leiknum og það má deila um fleiri atvik.“ Leikurinn í kvöld var ekki sá fyrsti í sumar þar sem að Fylkismenn spila betur en úrslitin gefa til kynna. „Mér finnst dæmigært að hafa fengið rautt spjald og svo mark í andlitið í seinni þegar við vorum búnir að vera betri í fyrri hálfleik.“ „Þetta hlýtur að vera eitthvað sálrænt því undir venjulegum kringumstæðum ættum við að vera búnir að skora í fyrri hálfleik. Við verðum að takast á við það - það gerir það enginn annar.“ Viðar Örn fékk gult spjald fyrir leikaraskap í leiknum og hann var ekki ánægður með þann dóm Erlendar Eiríkssonar dómara. „Kári Ársælsson stígur mig út. Ég fékk boltann óvænt og var ekki í neinu jafnvægi. Þetta var því ekki neitt og ég sagði dómaranum það. Samt gefur hann mér gult spjald.“ „Þetta er bara grín. Ég hef varla fengið aukaspyrnu eftir viðtalið við þjálfara KR. Ég var bombaður niður fyrir utan teig í fyrri hálfleik en dómarinn lét leikinn halda áfram.“ „Ég get ekki sagt neitt og skil þetta hreinlega ekki. En ég verð bara að halda áfram.“Þorvaldur: 1-0 forysta á að vera nóg „Miðað við það sem við vorum komnir með í hendi þá er ég ekki ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „En við vorum líka þokkalega heppnir að fá ekki á okkur mark í lokin. En heilt yfir gekk þetta þokkalega vel og leikurinn þróaðist eins og við vildum. Það vantaði bara að klára þetta.“ Garðar Gunnlaugsson skoraði mark í upphafi síðari hálfleiks sem var dæmt af vegna brots í teignum. „Ég er nú ekki alveg viss um á hvað var verið að dæma. Línuvörðurinn flaggaði bara einu sinni í leiknum og get ekki svarað hvað gerðist þá. En það var leiðinlegt að missa af því marki.“ „Við héldum þó skipulagi í leiknum og biðum færis. 1-0 forysta á að vera nóg til að vinna leiki en við náðum ekki að klára það.“ ÍA er nú með fjögur stig eftir fyrri umferð Íslandsmótsins en Þorvaldur hefur trú á því að hans menn geti bætt sig. „Vissulega eru erfiðir leikir fram undan en leikmenn hafa verið að leggja sig fram og munu gera það áfram. Við þurfum svo að hafa smá heppni með okkur líka en það þarf oft til.“ Þorvaldur segir að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur, miðað við þá línu sem dómarinn var búinn að gefa í leiknum. „Hann spjaldaði nokkuð mikið og lagði línuna þegar hann gaf Kára gult strax á sjöttu mínútu. Hann gat því ekki neitt annað að mínu mati.“Ásmundur: Tómas var orðinn pirraður „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og þau færi sem við fengum þá hefði ég viljað fá þrjú stig. Við vorum sterkari aðilinn í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „En auðvitað gerðum við okkur mjög erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi. Svo fengum við mark á okkur og því var gott að koma til baka og jafna metin. En ég hefði viljað sjá boltann inni í færinu sem við fengum í lokin.“ Hann segir að Tómas hafi átt skilið að fá síðari áminningu sína í leiknum. „En hann var orðinn pirraður. Það var búið að fara með hendurnar ansi vel í hann án þess að það væri nokkuð tekið á því. En dómarinn er svo mjög fljótur að veifa gulu spjaldi á hann.“ „Þá verður Tómas pirraður og hann á að vita betur í þeirri stöðu. Skagamenn reyndu að pirra hann og það tókst.“ Ásmundur segir að þrátt fyrir allt séu Fylkismenn vongóðir um framhaldið. „Það eru fullt af stigum í boði fyrir okkur. Miðað við hversu nálægt því við höfum verið sigrinum í mörgum leikjum þá höfum við fulla trú á að þetta fari að detta fyrir okkur. Við eigum fullt inni fyrir seinni umferðina.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Fylkir og ÍA skildu jöfn í botnslag Pepsi-deildar karla í Árbænum í viðburðarríkum leik í kvöld. Fylkismenn náðu að jafna á lokamínútunum þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Tómas Þorsteinsson fékk tvær áminningar í fyrri hálfleik og þar með rautt. Skagamenn komust svo yfir með marki Ármanns Smára Björnssonar á 72. mínútu en Finnur Ólafsson skoraði gott jöfnunarmark fyrir heimamenn undir lokin. Þar með er ljóst að liðin eru enn jöfn að stigum í tveimur neðstu sætum deildarinnar með fjögur stig hvort. Fylkismenn eru enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í sumar en þetta var fyrsta stig liðsins á heimavelli í sumar. Þetta var einnig fyrsta stig Þorvalds Örlygssonar sem þjálfara ÍA. Fylkismenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og duglegir að sækja upp báða vængina. Andrés Már og Ásgeir Örn voru sprækir og þá var Viðar Örn líklegur þegar hann fékk boltann við teig Skagamanna. Heimamönnum gekk þó á löngum köflum ekki nógu vel að skapa sér almennileg færi en þeir náðu þó að halda leikmönnum ÍA algjörlega í skefjum. Gestirnir áttu varla almennilegt færi í fyrri hálfleik og ekkert skot sem rataði í markið. Bakvörðurinn Tómas Þorsteinsson hafði verið duglegur að sækja fram og var misfljótur að skila sér til baka. Hann var ekki í stöðu þegar að Eggert Kári, hægri kantmaður Skagamanna, lagði af stað í sókn. Tómas, sem var með gult á bakinu, renndi sér í boltann en tók Eggert niður um leið. Erlendur Eiríksson, dómari, mat brotið svo að það verðskuldaði aðra áminningu og því var Tómas rekinn í sturtu. Fylkismenn voru ósáttir við þessa niðurstöðu enda virtist tæklingin ekki harkaleg. Fylkismenn fengu þó besta færi fyrri hálfleiksins eftir þetta. Andrés Már sótti aukaspyrnu á hættulegum stað og Árni Freyr átti gott skot að marki sem Páll Gísli varði í stöng. Skagamenn voru því stálheppnir að fara inn í leikhlé með markalausa stöðu. Skagamenn, í yfirtölu, tóku völdin hægt og rólega í seinni hálfleik. Garðar Gunnlaugsson kom boltanum í netið strax á 51. mínútu en það var dæmt af vegna brots á Bjarna Þórði, markverði Fylkis. Bjarni var svo í aðalhlutverki næstu mínúturnar og varði nokkrum sinnum glæsilega frá gestunum. Fylkismenn reyndu að sækja inn á milli en sköpuðu sér lítið meira en nokkur hálffæri. Það kom svo að því að ísinn brotnaði. Bakvörðurinn Joakim Wrele fékk góða sendingu á vinstri kantinum og lagði boltann fyrir markið með fastri sendingu. Ármann Smári var þar mættur á fjærstöng og sendi boltann í markið. Fylkismenn gáfust þó ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn eftir þetta. Skagamenn ætluðu greinilega að verja stöðuna en pressa heimamanna bar á endanum árangur. Fylkir fór í sókn á 86. mínútu sem hófst úti á vinstri kantinum. Boltinn barst þar inn á teig en Skagamenn lentu í vandræðum með að hreinsa frá. Finnur tók boltann til sín, lék framhjá tveimur varnarmönnum og afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Fylkir hefði svo getað tryggt sér sigur í uppbótartíma en Páll Gísli varði tvö skot í sömu sókninni. Eftir það fjaraði leikurinn út og liðin þurftu því að sættast á skiptan hlut.Viðar Örn: Ég hef ekkert fengið eftir viðtalið við þjálfara KR „Þetta var ágæt niðurstaða úr því sem komið var en mér fannst bara eitt lið vera á vellinum í kvöld,“ sagði sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson eftir 1-1 jafntefli Fylkis og ÍA í kvöld. „Þeir áttu ágætar 20 mínútur en heilt yfir fannst mér þeir vera að reyna að drepa leikinn. Ég veit hreinlega ekki hvað þeir voru að gera,“ sagði hann. „Jafntefli var kannski sanngjarnt úr því sem komið var en við hefðum getað stolið þessu í lokin.“ Tómas Þorsteinsson fékk tvær áminningar í fyrri hálfleik og þar með rautt. Viðar segir ákvörðun dómarans umdeilanlega. „Mér fannst þetta nokkuð „soft“ og kannski klaufalegt hjá okkur. Þeir komust upp með ýmsilegt í leiknum og það má deila um fleiri atvik.“ Leikurinn í kvöld var ekki sá fyrsti í sumar þar sem að Fylkismenn spila betur en úrslitin gefa til kynna. „Mér finnst dæmigært að hafa fengið rautt spjald og svo mark í andlitið í seinni þegar við vorum búnir að vera betri í fyrri hálfleik.“ „Þetta hlýtur að vera eitthvað sálrænt því undir venjulegum kringumstæðum ættum við að vera búnir að skora í fyrri hálfleik. Við verðum að takast á við það - það gerir það enginn annar.“ Viðar Örn fékk gult spjald fyrir leikaraskap í leiknum og hann var ekki ánægður með þann dóm Erlendar Eiríkssonar dómara. „Kári Ársælsson stígur mig út. Ég fékk boltann óvænt og var ekki í neinu jafnvægi. Þetta var því ekki neitt og ég sagði dómaranum það. Samt gefur hann mér gult spjald.“ „Þetta er bara grín. Ég hef varla fengið aukaspyrnu eftir viðtalið við þjálfara KR. Ég var bombaður niður fyrir utan teig í fyrri hálfleik en dómarinn lét leikinn halda áfram.“ „Ég get ekki sagt neitt og skil þetta hreinlega ekki. En ég verð bara að halda áfram.“Þorvaldur: 1-0 forysta á að vera nóg „Miðað við það sem við vorum komnir með í hendi þá er ég ekki ánægður með þessa niðurstöðu,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „En við vorum líka þokkalega heppnir að fá ekki á okkur mark í lokin. En heilt yfir gekk þetta þokkalega vel og leikurinn þróaðist eins og við vildum. Það vantaði bara að klára þetta.“ Garðar Gunnlaugsson skoraði mark í upphafi síðari hálfleiks sem var dæmt af vegna brots í teignum. „Ég er nú ekki alveg viss um á hvað var verið að dæma. Línuvörðurinn flaggaði bara einu sinni í leiknum og get ekki svarað hvað gerðist þá. En það var leiðinlegt að missa af því marki.“ „Við héldum þó skipulagi í leiknum og biðum færis. 1-0 forysta á að vera nóg til að vinna leiki en við náðum ekki að klára það.“ ÍA er nú með fjögur stig eftir fyrri umferð Íslandsmótsins en Þorvaldur hefur trú á því að hans menn geti bætt sig. „Vissulega eru erfiðir leikir fram undan en leikmenn hafa verið að leggja sig fram og munu gera það áfram. Við þurfum svo að hafa smá heppni með okkur líka en það þarf oft til.“ Þorvaldur segir að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur, miðað við þá línu sem dómarinn var búinn að gefa í leiknum. „Hann spjaldaði nokkuð mikið og lagði línuna þegar hann gaf Kára gult strax á sjöttu mínútu. Hann gat því ekki neitt annað að mínu mati.“Ásmundur: Tómas var orðinn pirraður „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og þau færi sem við fengum þá hefði ég viljað fá þrjú stig. Við vorum sterkari aðilinn í kvöld,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „En auðvitað gerðum við okkur mjög erfitt fyrir með þessu rauða spjaldi. Svo fengum við mark á okkur og því var gott að koma til baka og jafna metin. En ég hefði viljað sjá boltann inni í færinu sem við fengum í lokin.“ Hann segir að Tómas hafi átt skilið að fá síðari áminningu sína í leiknum. „En hann var orðinn pirraður. Það var búið að fara með hendurnar ansi vel í hann án þess að það væri nokkuð tekið á því. En dómarinn er svo mjög fljótur að veifa gulu spjaldi á hann.“ „Þá verður Tómas pirraður og hann á að vita betur í þeirri stöðu. Skagamenn reyndu að pirra hann og það tókst.“ Ásmundur segir að þrátt fyrir allt séu Fylkismenn vongóðir um framhaldið. „Það eru fullt af stigum í boði fyrir okkur. Miðað við hversu nálægt því við höfum verið sigrinum í mörgum leikjum þá höfum við fulla trú á að þetta fari að detta fyrir okkur. Við eigum fullt inni fyrir seinni umferðina.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira