Íslenski boltinn

Viðar: Hef ekkert fengið eftir viðtalið við þjálfara KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd / Daníel
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, fékk gult spjald fyrir leikaraskap í leiknum gegn ÍA í kvöld og hann var ekki ánægður með þann dóm Erlendar Eiríkssonar dómara.

Fylkir gerðir 1-1 jafntefli við Skagamenn í Lautinni í kvöld. Leikurinn var hluti af 11. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

„Kári Ársælsson stígur mig út. Ég fékk boltann óvænt og var ekki í neinu jafnvægi. Þetta var því ekki neitt og ég sagði dómaranum það. Samt gefur hann mér gult spjald.“

„Þetta er bara grín. Ég hef varla fengið aukaspyrnu eftir viðtalið við þjálfara KR. Ég var bombaður niður fyrir utan teig í fyrri hálfleik en dómarinn lét leikinn halda áfram.“

„Ég get ekki sagt neitt og skil þetta hreinlega ekki. En ég verð bara að halda áfram.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×