Íslenski boltinn

Átti Farid Zato að fá rautt? | Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pepsi-mörkin fjölluðu um 11. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og var þátturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísir.is.

Ein svakaleg tækling átti sér stað í leik Vals og Víkings Ó. þegar Farid Zato, leikmaður Víkinga, tæklaði Hauk Pál Sigurðsson illa.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, hljóp brjálaður inn á völlinn og lét Örvar Sæ Gíslason, dómara leiksins, heyra það.

Haukur Páll var borinn útaf meiddur en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Hér að ofan má sjá umfjöllun úr Pepsi-mörkunum um umrætt atvik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×