Fótbolti

Cavani hefur gert fimm ára samning við PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Við undirskriftina í dag en Cavani sést hér til vinstri.
Við undirskriftina í dag en Cavani sést hér til vinstri. Mynd / heimasíða PSG.
Knattspyrnumaðurinn Edinson Cavani hefur skrifað undir fimm ára samning við franska liðið Paris Saint Germain en Cavani hefur verið heitasti bitinn á markaðnum í sumar.

Leikmaðurinn hefur undanfarin þrjú ár verið leikmaður hjá ítalska félaginu Napoli þar sem hann sló rækilega í gegn.

Cavani gerði 38 mörk í 43 leikjum fyrir Napoli á síðasta tímabili og var hreint stórkostlegur.

„Kaupin á Edison Cavani sýnir það að klúbburinn ætlar sér stóra hluti í Evrópu og vill laða að alla bestu leikmenn heimsins,“ segir í yfirlýsingu frá PSG á heimasíðu félagsins.

Kaupverðið mun vera 54 milljónir punda eða tíu milljarðar íslenskra króna en lið eins og Real Madrid og Chelsea voru í keppni við franska félagið um þjónustu þessara 26 ára Úrúgvæa.

PSG varð franskur meistari á síðustu leiktíð og náði góðum árangri í Meistaradeild Evrópu. Eigendur félagsins eru með þeim ríkari í heiminum og því er erfitt að keppa við þá á leikmannamarkaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×