Íslenski boltinn

Heiðar Geir hættur hjá Fylki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heiðar Geir í leik með Fylki í sumar.
Heiðar Geir í leik með Fylki í sumar.
Knattspyrnumaðurinn Heiðar Geir Júlíusson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Fylkis en þetta kom fram í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild Fylkis í kvöld .

Heiðar er annar leikmaður liðsins sem ákveður að fara úr Lautinni í Árbæ en Tryggvi Guðmundsson gerði slíkt hið sama í síðustu viku.

Heiðar hefur ekki náð að sína sitt rétta andlit í sumar en hann hefur komið við sögu í sex leikjum liðsins í sumar.

Tilkynning Fylkis:

Knattspyrnudeild Fylkis og Heiðar Geir Júlíusson hafa ákveðið að ljúka samstarfi sínu. Knattspyrnudeild Fylkis óskar Heiðari Geir góðs gengis í þeim verkefnum sem hann mun taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Fyrir hönd knd. Fylkis,

Ólafur Geir Magnússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×