Íslenski boltinn

Björn Daníel undir smásjánni hjá Viking

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson Mynd / Daníel
Norska knattspyrnufélagið Viking hefur staðfest að liði hafi áhuga á því að klófesta Björn Daníel Sverrisson frá FH.

Leikmaðurinn hefur verið orðaður við félög erlendis og aukast nú líkurnar á því að leikmaðurinn fari jafnvel frá FH í félagaskiptaglugganum sem opnaði 15. júlí.

„Björn er einn af þeim leikmönnum sem við erum að skoða eins og staðan er í dag,“ sagði

Káre Ingebrigtsen, aðstoðarþjálfari Viking , í samtalið við norska fjölmiðla.

„Það horfa mörg félög til Íslands þegar kemur að leikmönnum en þar eru þeir ódýrir og auðveldara að fá þá til liðsins.“

Indriði Sigurðsson er leikmaður og fyrirliðið Viking og einnig leikur Jón Daði Böðvarsson með liðinu.

„Maður hefur heyrt frá Íslandi að Björn [Daníel] væri búinn að vera besti leikmaður FH undanfarin tvö tímabil og það segir mikið um hans styrk,“ sagði Indriði í samtalið við norska fjölmiðla.

„Það er í raun bara tímaspursmál hvenær leikmaðurinn fer út í atvinnumennsku, vonandi endar hann hjá okkur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×