Enski boltinn

Rooney er eini leikmaðurinn sem Mourinho vill

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney í leik með Manchester United. Mourinho  sést hér í vinstra horninu
Rooney í leik með Manchester United. Mourinho sést hér í vinstra horninu Myndir / getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Wayne Rooney sé eini leikmaðurinn sem hann vill fá til liðsins fyrir næstu leiktíð.

Fréttir bárust frá Englandi fyrr í dag að Chelsea hefði lagt fram tilboð í leikmanninn sem forráðamenn Manchester United höfnuðu um leið.

Rooney mun vera ósáttur við þá meðferð sem leikmaðurinn hefur fengið undanfarnar vikur í herbúðum United og vill ólmur yfirgefa félagið.

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur áður sagt að leikmaðurinn sé einfaldlega ekki til sölu og verði áfram leikmaður Englandsmeistarana.

„Við höfum lagt fram tilboð í Rooney og lítið annað um það að segja,“ sagði Mourinho við fjölmiðla.

„Núna er boltinn hjá þeim og lítið annað sem við getum gert í stöðunni. Wayne Rooney er eini leikmaðurinn sem ég hef áhuga á að fá til liðsins eins og staðan er í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×