Fumlaus handtaka Gísli Jökull Gíslason skrifar 11. júlí 2013 06:00 Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð. Myndskeiðið er aðgengilegt tölvulæsum einstaklingum. Lítið hefur þó verið fjallað um handtökuna af yfirvegun. Byrjum á byrjuninni. Lögregla á Norðurlöndum er heimsþekkt fyrir að vera umburðarlyndasta lögregla í heimi og samstarfsmenn okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni haft á orði að íslenska lögreglan sé vægari en þeir myndu líða. Við sem íslenskir lögreglumenn leyfum fólki í alls kyns ástandi og oft með ógnandi tilburði að koma mun nær okkur en vel sé án þess að bregðast við. Mun nær en við ættum frá einföldum öryggissjónarmiðum að leyfa. Þá er rétt að benda á að það er afar sjaldgæft að einstaklingur slasist í höndum íslensku lögreglunnar. Svo sjaldgæft að það er fréttaefni ef það gerist, frekar en hitt að það er frásagnarvert hvað það gerist sjaldan.Hluti af atburðarás Í myndskeiðinu fáum við að sjá hluta af atburðarás. Við fáum ekki alla atburðarásina en við fáum hana nokkuð skýrt frá einu sjónarhorni. Kona tálmar för lögreglubifreiðar, lögreglubifreiðinni er ekið áfram þegar tækifæri gefst til en konan gengur samt ekki í burtu. Hún gengur þá að glugga ökumannsins sem í framhaldi stjakar henni frá með hurðinni. Þá gerist eitthvað sem verður til þess að lögreglumaðurinn hleypur út úr bifreiðinni og handtekur konuna. Við það beitir hann viðurkenndu lögreglutaki sem íslenska lögreglan hefur tekið upp frá lögreglunni í Noregi. Aðferðin er ekki hnökralaus að því marki að konan rekst í bekk sem er þarna, en allt annað er gert nákvæmlega eftir bókinni og ef vel er að gáð þá heldur lögreglumaðurinn efri hluta konunnar uppi til þess að koma í veg fyrir að höfuð hennar skelli í götuna.Umburðarlynd lögregla Ástæðan fyrir því að hún er dregin áfram snýr að því að tryggja líkamsstöðu þess sem verið er að handtaka þannig að það sé auðvelt að setja viðkomandi í handjárn og er hluti af aðferðinni. Vert er að benda á að sá tími sem líður frá því að lögreglumaðurinn grípur í konuna, hún er handjárnuð og komin inn í lögreglubifreiðina er 25 sekúndur. Það er nokkuð fumlaus aðgerð. Annað er ekki hægt að sjá af myndskeiðinu og verður því að flokkast sem getgátur og ég ætla mér ekki út í þær enda væri það vitlaust af mér sem öðrum. Líkamleg valdbeiting lítur aldrei vel út, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. En hún getur verið fumlaus og eins hættulítil og völ er á og það á við um þetta myndskeið. Því þurfum við aðeins að fara rólega í það að básúna hugtök eins og ótrúlega harkaleg. Ekki síst ef við notum þau af vankunnáttu. Starf lögreglumanna er ekki auðvelt. Lögreglumenn sem vinna á götunni þurfa að taka ákvarðanir oft bæði undir álagi og tímapressu. Það má til sanns vegar færa að eitt erfiðasta starf lögreglumanns sé að vinna á götunni og þar ertu jafnframt í langmestri hættu. Hættu á því að verða alvarlega slasaður eða átt á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir það að vinna vinnu þína í góðri trú. Við Íslendingar búum í einu öruggasta landi í heimi og eigum eina umburðarlyndustu lögreglu sem til er. Gerum því ekki úlfalda úr mýflugu og förum varlega í stóru orðin þegar við dæmum aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð. Myndskeiðið er aðgengilegt tölvulæsum einstaklingum. Lítið hefur þó verið fjallað um handtökuna af yfirvegun. Byrjum á byrjuninni. Lögregla á Norðurlöndum er heimsþekkt fyrir að vera umburðarlyndasta lögregla í heimi og samstarfsmenn okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni haft á orði að íslenska lögreglan sé vægari en þeir myndu líða. Við sem íslenskir lögreglumenn leyfum fólki í alls kyns ástandi og oft með ógnandi tilburði að koma mun nær okkur en vel sé án þess að bregðast við. Mun nær en við ættum frá einföldum öryggissjónarmiðum að leyfa. Þá er rétt að benda á að það er afar sjaldgæft að einstaklingur slasist í höndum íslensku lögreglunnar. Svo sjaldgæft að það er fréttaefni ef það gerist, frekar en hitt að það er frásagnarvert hvað það gerist sjaldan.Hluti af atburðarás Í myndskeiðinu fáum við að sjá hluta af atburðarás. Við fáum ekki alla atburðarásina en við fáum hana nokkuð skýrt frá einu sjónarhorni. Kona tálmar för lögreglubifreiðar, lögreglubifreiðinni er ekið áfram þegar tækifæri gefst til en konan gengur samt ekki í burtu. Hún gengur þá að glugga ökumannsins sem í framhaldi stjakar henni frá með hurðinni. Þá gerist eitthvað sem verður til þess að lögreglumaðurinn hleypur út úr bifreiðinni og handtekur konuna. Við það beitir hann viðurkenndu lögreglutaki sem íslenska lögreglan hefur tekið upp frá lögreglunni í Noregi. Aðferðin er ekki hnökralaus að því marki að konan rekst í bekk sem er þarna, en allt annað er gert nákvæmlega eftir bókinni og ef vel er að gáð þá heldur lögreglumaðurinn efri hluta konunnar uppi til þess að koma í veg fyrir að höfuð hennar skelli í götuna.Umburðarlynd lögregla Ástæðan fyrir því að hún er dregin áfram snýr að því að tryggja líkamsstöðu þess sem verið er að handtaka þannig að það sé auðvelt að setja viðkomandi í handjárn og er hluti af aðferðinni. Vert er að benda á að sá tími sem líður frá því að lögreglumaðurinn grípur í konuna, hún er handjárnuð og komin inn í lögreglubifreiðina er 25 sekúndur. Það er nokkuð fumlaus aðgerð. Annað er ekki hægt að sjá af myndskeiðinu og verður því að flokkast sem getgátur og ég ætla mér ekki út í þær enda væri það vitlaust af mér sem öðrum. Líkamleg valdbeiting lítur aldrei vel út, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. En hún getur verið fumlaus og eins hættulítil og völ er á og það á við um þetta myndskeið. Því þurfum við aðeins að fara rólega í það að básúna hugtök eins og ótrúlega harkaleg. Ekki síst ef við notum þau af vankunnáttu. Starf lögreglumanna er ekki auðvelt. Lögreglumenn sem vinna á götunni þurfa að taka ákvarðanir oft bæði undir álagi og tímapressu. Það má til sanns vegar færa að eitt erfiðasta starf lögreglumanns sé að vinna á götunni og þar ertu jafnframt í langmestri hættu. Hættu á því að verða alvarlega slasaður eða átt á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir það að vinna vinnu þína í góðri trú. Við Íslendingar búum í einu öruggasta landi í heimi og eigum eina umburðarlyndustu lögreglu sem til er. Gerum því ekki úlfalda úr mýflugu og förum varlega í stóru orðin þegar við dæmum aðra.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun