Fumlaus handtaka Gísli Jökull Gíslason skrifar 11. júlí 2013 06:00 Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð. Myndskeiðið er aðgengilegt tölvulæsum einstaklingum. Lítið hefur þó verið fjallað um handtökuna af yfirvegun. Byrjum á byrjuninni. Lögregla á Norðurlöndum er heimsþekkt fyrir að vera umburðarlyndasta lögregla í heimi og samstarfsmenn okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni haft á orði að íslenska lögreglan sé vægari en þeir myndu líða. Við sem íslenskir lögreglumenn leyfum fólki í alls kyns ástandi og oft með ógnandi tilburði að koma mun nær okkur en vel sé án þess að bregðast við. Mun nær en við ættum frá einföldum öryggissjónarmiðum að leyfa. Þá er rétt að benda á að það er afar sjaldgæft að einstaklingur slasist í höndum íslensku lögreglunnar. Svo sjaldgæft að það er fréttaefni ef það gerist, frekar en hitt að það er frásagnarvert hvað það gerist sjaldan.Hluti af atburðarás Í myndskeiðinu fáum við að sjá hluta af atburðarás. Við fáum ekki alla atburðarásina en við fáum hana nokkuð skýrt frá einu sjónarhorni. Kona tálmar för lögreglubifreiðar, lögreglubifreiðinni er ekið áfram þegar tækifæri gefst til en konan gengur samt ekki í burtu. Hún gengur þá að glugga ökumannsins sem í framhaldi stjakar henni frá með hurðinni. Þá gerist eitthvað sem verður til þess að lögreglumaðurinn hleypur út úr bifreiðinni og handtekur konuna. Við það beitir hann viðurkenndu lögreglutaki sem íslenska lögreglan hefur tekið upp frá lögreglunni í Noregi. Aðferðin er ekki hnökralaus að því marki að konan rekst í bekk sem er þarna, en allt annað er gert nákvæmlega eftir bókinni og ef vel er að gáð þá heldur lögreglumaðurinn efri hluta konunnar uppi til þess að koma í veg fyrir að höfuð hennar skelli í götuna.Umburðarlynd lögregla Ástæðan fyrir því að hún er dregin áfram snýr að því að tryggja líkamsstöðu þess sem verið er að handtaka þannig að það sé auðvelt að setja viðkomandi í handjárn og er hluti af aðferðinni. Vert er að benda á að sá tími sem líður frá því að lögreglumaðurinn grípur í konuna, hún er handjárnuð og komin inn í lögreglubifreiðina er 25 sekúndur. Það er nokkuð fumlaus aðgerð. Annað er ekki hægt að sjá af myndskeiðinu og verður því að flokkast sem getgátur og ég ætla mér ekki út í þær enda væri það vitlaust af mér sem öðrum. Líkamleg valdbeiting lítur aldrei vel út, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. En hún getur verið fumlaus og eins hættulítil og völ er á og það á við um þetta myndskeið. Því þurfum við aðeins að fara rólega í það að básúna hugtök eins og ótrúlega harkaleg. Ekki síst ef við notum þau af vankunnáttu. Starf lögreglumanna er ekki auðvelt. Lögreglumenn sem vinna á götunni þurfa að taka ákvarðanir oft bæði undir álagi og tímapressu. Það má til sanns vegar færa að eitt erfiðasta starf lögreglumanns sé að vinna á götunni og þar ertu jafnframt í langmestri hættu. Hættu á því að verða alvarlega slasaður eða átt á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir það að vinna vinnu þína í góðri trú. Við Íslendingar búum í einu öruggasta landi í heimi og eigum eina umburðarlyndustu lögreglu sem til er. Gerum því ekki úlfalda úr mýflugu og förum varlega í stóru orðin þegar við dæmum aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Mjög ofarlega í umræðunni í dag er handtaka lögreglumanns sem náðist á myndband. Umræðan er mjög á einn veg og orð eins og „ótrúlega harkaleg handtaka“ verið notuð. Myndskeiðið er aðgengilegt tölvulæsum einstaklingum. Lítið hefur þó verið fjallað um handtökuna af yfirvegun. Byrjum á byrjuninni. Lögregla á Norðurlöndum er heimsþekkt fyrir að vera umburðarlyndasta lögregla í heimi og samstarfsmenn okkar á Norðurlöndum hafa oftar en einu sinni haft á orði að íslenska lögreglan sé vægari en þeir myndu líða. Við sem íslenskir lögreglumenn leyfum fólki í alls kyns ástandi og oft með ógnandi tilburði að koma mun nær okkur en vel sé án þess að bregðast við. Mun nær en við ættum frá einföldum öryggissjónarmiðum að leyfa. Þá er rétt að benda á að það er afar sjaldgæft að einstaklingur slasist í höndum íslensku lögreglunnar. Svo sjaldgæft að það er fréttaefni ef það gerist, frekar en hitt að það er frásagnarvert hvað það gerist sjaldan.Hluti af atburðarás Í myndskeiðinu fáum við að sjá hluta af atburðarás. Við fáum ekki alla atburðarásina en við fáum hana nokkuð skýrt frá einu sjónarhorni. Kona tálmar för lögreglubifreiðar, lögreglubifreiðinni er ekið áfram þegar tækifæri gefst til en konan gengur samt ekki í burtu. Hún gengur þá að glugga ökumannsins sem í framhaldi stjakar henni frá með hurðinni. Þá gerist eitthvað sem verður til þess að lögreglumaðurinn hleypur út úr bifreiðinni og handtekur konuna. Við það beitir hann viðurkenndu lögreglutaki sem íslenska lögreglan hefur tekið upp frá lögreglunni í Noregi. Aðferðin er ekki hnökralaus að því marki að konan rekst í bekk sem er þarna, en allt annað er gert nákvæmlega eftir bókinni og ef vel er að gáð þá heldur lögreglumaðurinn efri hluta konunnar uppi til þess að koma í veg fyrir að höfuð hennar skelli í götuna.Umburðarlynd lögregla Ástæðan fyrir því að hún er dregin áfram snýr að því að tryggja líkamsstöðu þess sem verið er að handtaka þannig að það sé auðvelt að setja viðkomandi í handjárn og er hluti af aðferðinni. Vert er að benda á að sá tími sem líður frá því að lögreglumaðurinn grípur í konuna, hún er handjárnuð og komin inn í lögreglubifreiðina er 25 sekúndur. Það er nokkuð fumlaus aðgerð. Annað er ekki hægt að sjá af myndskeiðinu og verður því að flokkast sem getgátur og ég ætla mér ekki út í þær enda væri það vitlaust af mér sem öðrum. Líkamleg valdbeiting lítur aldrei vel út, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð. En hún getur verið fumlaus og eins hættulítil og völ er á og það á við um þetta myndskeið. Því þurfum við aðeins að fara rólega í það að básúna hugtök eins og ótrúlega harkaleg. Ekki síst ef við notum þau af vankunnáttu. Starf lögreglumanna er ekki auðvelt. Lögreglumenn sem vinna á götunni þurfa að taka ákvarðanir oft bæði undir álagi og tímapressu. Það má til sanns vegar færa að eitt erfiðasta starf lögreglumanns sé að vinna á götunni og þar ertu jafnframt í langmestri hættu. Hættu á því að verða alvarlega slasaður eða átt á hættu að verða dreginn fyrir dómstóla fyrir það að vinna vinnu þína í góðri trú. Við Íslendingar búum í einu öruggasta landi í heimi og eigum eina umburðarlyndustu lögreglu sem til er. Gerum því ekki úlfalda úr mýflugu og förum varlega í stóru orðin þegar við dæmum aðra.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun