Íslenski boltinn

Framtíðin óljós hjá Björgólfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Björgólfur Takefusa er nú án félags eftir að gengið var frá riftun samnings hans við Val í gær.

„Ég veit ekki hvað tekur við hjá mér. Það hafa nokkur lið haft samband en ekkert meira en það,“ sagði Björgólfur við Vísi í dag.

Björgólfur gekk í raðir Vals fyrir tímabilið en spilaði síðast með liðinu gegn ÍBV þann 18. júní síðastliðinn. Eftir það var hann tekinn úr liðinu en ástæðan fyrir því var að Björgólfur braut agareglur Vals, eftir því sem Magnús Gylfason sagði í fjölmiðlum.

Sjálfur vildi Björgólfur ekki tjá sig um viðskilnaðinn við Val að svo stöddu. Þar að auki útilokaði hann ekki neitt um næstu skref hjá sér.

„Það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að skoða mín mál og sjá svo til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×