Hæfa fólkið fær ekki vinnu nema það fari í stjórnmálaflokk Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 14:50 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd/stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að búa verði til ábyrgðarkeðju í samfélaginu sem sé þannig að þeir sem valda samfélagslegu tjóni axli ábyrgð. Það sé ekki gott samfélag að þeir sem valda mesta tjóninu komist alltaf upp með það, og fái jafnvel stöðuhækkanir. „Ég tek undir með þeim þingmönnum að við eigum ekki að fara í skotgrafir, við verðum líka að búa til þannig ábyrgðarkeðju í samfélagi okkar, sem er þannig að þeir sem að valda svona miklu samfélagslegu tjóni, með annað hvort aðgerðaleysi sínu eða taka að sér stöður sem þeir valda ekki, þeir verða að axla einhverja ábyrgð - þó það sé ekki nema að segja af sér. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við þá sé það þannig. „Þó þú sért ekki ábyrgur persónulega fyrir stofnun, fyrir eitthvað sem gerst hafði eða starfsmaður þinn gerði, þá segir viðkomandi aðili af sér. Það býr til heilbrigðara samfélag ef það er þannig að fólk sem veldur mestum skaða í samfélagi okkar kemst alltaf upp með það, hvers konar skilaboð erum við að senda öðrum í samfélagi okkar? Þetta er brotið samfélagið sem leyfir að það sé þannig að þeir sem valda mestu tjóni komast allaf upp með það og fá jafnvel stöðuhækkanir. Það er ekki gott samfélag, ekki heilbrigt samfélag.“ Þá sagði hún að kominn væri tími til að hætta að ráða pólitískt í stöður. „Ég vildi óska þess að við gætum kallað hlutina réttum nöfnum, það er eitt sem við verðum að hætta að gera, er að ráða pólitískt í mikilvægar stöður. Það er spilling. Það heitir ekki neitt annað. En það má ekki kalla það spillingu. Því að hæfa fólkið sem vill vera virkilega góðir embættismennn, það fær aldrei vinnu nema það fari í einhvern flokk. Getum við ekki reynt að breyta þessu? Er ekki kominn tími til að læa af reynslunni.“ Birgitta talaði einnig um leigumarkaðinn, og sagði alltaf væri verið að tala um að hann sé molum. „Afhverju er það þannig að langflestir sem fara út í stærstu fjárfestingar lífsins, sem er þak yfir höfuðið, hafa svona lítil réttindi? Afhverju er það? Þessi skýrsla gefur okkur vísbendingu en ég vil hvetja alla þá nýju þingmenn sem hér eru, og þá sem hafa verið hér lengur, að lesa ótrúlega mögnuðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hina fyrra. Að samlesa hana með þessu, og síðan þegar við fáum skýrsluna um Sparisjóðina, gefur okkur góða vísbendingu um hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera." Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að búa verði til ábyrgðarkeðju í samfélaginu sem sé þannig að þeir sem valda samfélagslegu tjóni axli ábyrgð. Það sé ekki gott samfélag að þeir sem valda mesta tjóninu komist alltaf upp með það, og fái jafnvel stöðuhækkanir. „Ég tek undir með þeim þingmönnum að við eigum ekki að fara í skotgrafir, við verðum líka að búa til þannig ábyrgðarkeðju í samfélagi okkar, sem er þannig að þeir sem að valda svona miklu samfélagslegu tjóni, með annað hvort aðgerðaleysi sínu eða taka að sér stöður sem þeir valda ekki, þeir verða að axla einhverja ábyrgð - þó það sé ekki nema að segja af sér. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við þá sé það þannig. „Þó þú sért ekki ábyrgur persónulega fyrir stofnun, fyrir eitthvað sem gerst hafði eða starfsmaður þinn gerði, þá segir viðkomandi aðili af sér. Það býr til heilbrigðara samfélag ef það er þannig að fólk sem veldur mestum skaða í samfélagi okkar kemst alltaf upp með það, hvers konar skilaboð erum við að senda öðrum í samfélagi okkar? Þetta er brotið samfélagið sem leyfir að það sé þannig að þeir sem valda mestu tjóni komast allaf upp með það og fá jafnvel stöðuhækkanir. Það er ekki gott samfélag, ekki heilbrigt samfélag.“ Þá sagði hún að kominn væri tími til að hætta að ráða pólitískt í stöður. „Ég vildi óska þess að við gætum kallað hlutina réttum nöfnum, það er eitt sem við verðum að hætta að gera, er að ráða pólitískt í mikilvægar stöður. Það er spilling. Það heitir ekki neitt annað. En það má ekki kalla það spillingu. Því að hæfa fólkið sem vill vera virkilega góðir embættismennn, það fær aldrei vinnu nema það fari í einhvern flokk. Getum við ekki reynt að breyta þessu? Er ekki kominn tími til að læa af reynslunni.“ Birgitta talaði einnig um leigumarkaðinn, og sagði alltaf væri verið að tala um að hann sé molum. „Afhverju er það þannig að langflestir sem fara út í stærstu fjárfestingar lífsins, sem er þak yfir höfuðið, hafa svona lítil réttindi? Afhverju er það? Þessi skýrsla gefur okkur vísbendingu en ég vil hvetja alla þá nýju þingmenn sem hér eru, og þá sem hafa verið hér lengur, að lesa ótrúlega mögnuðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hina fyrra. Að samlesa hana með þessu, og síðan þegar við fáum skýrsluna um Sparisjóðina, gefur okkur góða vísbendingu um hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera."
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira