Ótrúlegur fjöldi NFL-leikmanna kemst í kast við lögin 5. júlí 2013 13:30 Aaron Hernandez er líklega á leiðinni í steininn og mun þurfa að dúsa þar lengi. vísir/getty Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum. NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið Sjá meira
Leikmennirnir í NFL-deildinni eru margir hverjir skrautlegir karakterar. Þeir eiga það ansi margir sameiginlegt að vera sérfræðingar í að koma sér í vandræði og athygli vekur hversu margir þeirra komast í kast við lögin. Frá því tímabilinu lauk í febrúar hafa 29 leikmenn í deildinni verið handteknir. Þá erum við að tala um alvarlegri glæp en að keyra of hratt. Nú síðast var Aaron Hernandez ákærður fyrir morð. Hann var lykilmaður í hinu sigursæla liði New England Patriots. Félagið er búið að reka hann frá félaginu. Vísir kíkti aðeins á helstu brot þeirra manna sem hafa komist í kast við lögin síðan í febrúar. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum en handtökur NFL-leikmanna frá aldamótum eru í kringum 650 talsins.29. júní: Joe Lefeged, Indianapolis Colts: Handtekinn fyrir að vera með óskráð skotvopn. Var stoppaður í bíl sínum í Washington.26. júní: Aaron Hernandez, New England Patriots: Ákærður fyrir að myrða Odin Lloyd. Rekinn frá félaginu.25. júní: Ausar Walcott, Cleveland Browns: Ákærður fyrir morðtilraun. Kýldi mann fyrir utan næturklúbb. Rekinn frá félaginu.10. júní: Adam "Pacman" Jones, Cincinnati Bengals: Handtekinn og settur í fangelsi fyrir að kýla konu á næturklúbbi.31. maí: Evan Rodriguez, Chicago Bears: Handtekinn fyrir að keyra of hratt, vera ölvaður og hafa ekið á öfugum vegarhelmingi. Rekinn frá félaginu.25. maí: Joe Morgan, New Orleans Saints: Keyrði ölvaður og var ekki með ökuleyfi.12. maí: Jason Peters, Philadelphia Eagles: Handtekinn fyrir að taka þátt í spyrnukeppni í íbúðarhverfi. Sýndi mótþróa við handtöku.10. maí: Titus Young, Detroit Lions: Handtekinn fyrir að brjótast inn í hús. Var handtekinn þrisvar sömu vikuna. Einnig fyrir að keyra ölvaður og síðan fyrir að reyna að stela bílnum sínum eftir að lögreglan hafði gert hann upptækan.8. maí: Corey McIntyre, án félags: Handtekinn fyrir að ganga í skrokk á konunni sinni.29. apríl: Cliff Harris og Claude Davis, NY Jets: Handteknir fyrir að vera með marijúana.20. apríl: Ronnell Lewis, Detroit Lions: Þrjár ákærur eftir slagsmál á bar.17. apríl: Quentin Groves, Cleveland Browns: Handtekinn er lögreglan réðst til atlögu á vændishús.26. mars: Amari Spievey, Detroit Lions: Handtekinn fyrir líkamsárás. Grunaður um að hafa gengið í skrokk á barni sínu.9. mars: Quinton Carter, Denver Broncos: Handtekinn fyrir að reyna að svindla í spilavíti.18. febrúar: Da'Quan Bowers, Tampa Bay Buccaneers: Handtekinn á flugvelli fyrir að vera með skammbyssu í farangri sínum.
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið Sjá meira